A A A

Viđtalstími viđ oddvita

Eva Dögg Jóhannesdóttir
Eva Dögg Jóhannesdóttir

Oddviti Tálknafjarðarhrepps, Eva Dögg Jóhannesdóttir mun verða með reglulega opna viðtalstíma á bæjarskrifstofunni að Strandgötu 38. Hún verður með aðsetur í fundarherberginu annan þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 10:00-13:00.

 

Fyrsti viðtalsími er því næsta þriðjudag, þann 10. október nk.

 

Allir eru velkomnir til að kíkja við og auðvitað verður heitt á könnunni. 

 

Þeir sem hafa erindi handa sveitarstjórn eru hvattir til að koma með þau skrifleg. 

 

Eva vonast til að sjá sem flesta en skyldi tíminn ekki duga eða ef fólk kemst ekki á þessum tímum má senda henni tölvupóst á oddviti@talknafjordur.is eða heyra í henni í s. 866 7780 utan viðtalstímans.

Viđtöl viđ Tálknfirđinga á Rás 1

Fjöllin, fólkið, kyrrðin, pollurinn og erótískar skáldsögur. Þetta og fleira til laðar fólk til Tálknafjarðar. Atvinna er grundvallaratriði, slúðrið getur verið hvimleitt en samheldnin vegur upp á móti. Íbúum fækkar þrátt fyrir uppgang og húsnæði er af skornum skammti en Tálknfirðingar gefast ekki upp. Fjörðurinn rígheldur.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Fjörðurinn heldur: Lífið á Tálknafirði (1 af 3)
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/fjordurinn-heldur-lifid-a-talknafirdi/20171001
 

Fjörðurinn heldur: Lífið á Tálknafirði (2 af 3)
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/fjordurinn-heldur-lifid-a-talknafirdi/20171007
 

Fjörðurinn heldur: Lífið á Tálknafirði (3 af 3)

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/fjordurinn-heldur-lifid-a-talknafirdi/20171014

Tilkynning frá hafnarverđi

Á næstu dögum verða ljósin í bryggjumöstrunum slökkt meðan verið er að skipta þar um ljós. Bryggjurnar verða því myrkvaðar að nóttu til meðan á þessari vinnu stendur.
 

Tálknafjarðarhöfn biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér og biður alla sem leið eiga um bryggjurnar á þessum tíma að fara að öllu með ítrustu varkárni til að slys hljótist ekki af.
 
Stefnt er að því að hraða þessari vinnu sem kostur er en þó er ljóst að þetta mun taka einhverja daga.
Ef frekari upplýsinga er þörf má hafa samband við hafnarvörð í síma 861-7089.
 
Tálknafjarðarhöfn
Lilja Magnúsdóttir 
hafnarvörður.

Fólk í fyrirrúmi, borgarafundur Vestfirđinga

Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Árneshreppur, boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14. Á fundinum verða rædd ein mikilvægustu hagsmunamál fjórðungsins um þessar mundir sem snúast öll um mikilvæga innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Meðal annars verður gerð grein fyrir meginniðurstöðum nýrrar skýrslu KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um hagsræn og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi.

...
Meira
Eldri fćrslur
Fundargerđir
« Janúar »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Vefumsjón