A A A

Laus störf viđ sundlaug og tjaldsvćđi

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

 
Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, dag, kvöld og helgar.

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 50% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaganna.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2017.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.isSveitarstjórnarfundur

510. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. mars 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

Sveitarstjóri
 

Reglur um sérstakan húsnćđisstuđning

Reglur Tálknafjarðarhrepps  um sérstakan húsnæðisstuðning er komin á vefinn undir skrár og skjöl.. Þar er einnig umsóknaeyðublað vegna húsnæðisstuðning vegna 15 – 17 ára barna.  Í 8.grein reglnanna  kemur fram hverjir eiga rétt á þeim  og er greinin hér fyrir neðan.

Aðrir sem telja sig eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi samkvæmt þessum reglum   hafi samband við félagsmálastjóra í síma 450-2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is  og sæki um.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning (.pdf)

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna (.pdf)

 


 

8. gr.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna. 

     Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða leiguherbergi í íbúðarhúsnæði hjá óskyldum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr á mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.
 

Skrímslasetriđ auglýsir eftir starfsfólki

Skrímslasetrið á Bíldudal auglýsir eftir umsjónarmanni og tveimur almennum starfsmönnum í sumar.
 

 Í störfunum felst m.a. móttaka gesta, veitinga- og minjagripasala ásamt öðrum tilfallandi störfum. Í starfi umsjónarmanns felst til viðbótar öll almenn umsjón með daglegum rekstri. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku og fleiri tungumál er kostur, jákvætt hugarfar, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

 

Skrímslasetrið opnar 15. maí og er opið til 15. september.
 

Áhugasamir hafi samband í síma 894 8503 eða sendi póst á netfangið skrimsli@skrimsli.is
 

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón