A A A

Hvatning um ţáttöku í viđhorfskönnun um fiskeldi og samgöngumál

Vestfjarðastofa vill hvetja alla til að taka þátt í viðhorfskönnuninni sem send var í pósti á alla með lögheimili á Vestfjörðum um viðhorf þeirra til fiskeldis og samgöngumála en markmiðið er að fá fram væntingar og viðhorf Vestfirðinga.
 

Sama könnun var lögð fyrir Vestfirðinga árið 2020 og hafa niðurstöður þeirrar könnunar verið nýttar í hagsmunagæslu fjórðungsins. Til að ná til sem flestra hefur verið farin sú leið að senda bréf til allra og hægt er að fara tvær leiðir til þáttöku. Fara á netslóðina sem fram kemur í bréfinu ásamt lykilorði eða að nota QR kóðann ásamt lykilorði en með þessum hætti er auðvelt að taka þátt í könnuninni.
 

Til að tryggja jafnræði íbúanna er könnunin á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Það er rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) sem sér um framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd Vestfjarðastofu.
 

Með könnuninni gefst öllum íbúum Vestfjarða einstakt tækifæri til að láta skoðun sína í ljós á þessum tveimur málaflokkum sem hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Niðurstöður verða meðal annars nýttar í stefnumótun sveitarfélaga og svæðisins alls til hagsbóta fyrir íbúana.

Hlekkur að könnuninni er: https://survey.sogolytics.com/p/vestfjardastofa
Leyniorðið er í bréfinu sem þér hefur borist.
Ef fólki vantar leyniorðið sitt þá er hægt að hafa samband í netfang
ið: rannveigg@unak.is
 

Guðrún Anna Finnbogadóttir

Verkefnastjóri Vestfjarðastofu

Skipulagsauglýsing

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Norður Botn

 

Breytingin varðar landnotkun svæða í landi Norður-Botns þ.e. iðnaðarsvæði I3 og I11, efnistökusvæði E3 og E6 ásamt þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegur. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka framleiðslugetu fiskeldisstöðvarinnar í Norður-Botni og skýra hvar framleiðsla skuli staðsett. Samhliða breytingu aðalskipulagsins er unnin tillaga að breytingu deiliskipulags seiðaeldisstöðvar í landi Norður-Botns.
 

Breyting á deiliskipulag fyrir Norðurbotn
 

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Norður Botn.

 

Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs út fyrir stórstraumsfjöru. Byggingarmagn á byggingarreit I, Norður-Botn fer úr 8.000 m² í 40.000 m², hámarks ársframleiðsla fer úr 200 tonnum í 2200 tonn. Byggingarmagn á byggingarreit II, Keldeyri fer úr 8.000 m² í 5.000 m², ársframleiðsla er óbreytt 200 tonn.
 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 3. október til 14. nóvember 2022. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 14. nóvember 2022.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson

Fylgigögn:

Tillaga að Aðalskipulagsbreytingu Norður-Botn – greinargerð
20247-001 Askbr Norður-Botn grg (ID 194819) (.pdf)

Breyting á iðnaðarsvæðum í Norður-Botni – uppdráttur
SA26H-Nordur Botn (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – greinargerð
16176-002 Dskbr Norður-Botn grg (ID 233511) (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 1
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-1 (ID 182127)  (.pdf)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norður-Botn – skipulagsuppdráttur 2
16176-002 Dskbr Norður-Botn uppdr-2 (ID 182126) (.pdf)
 

Grunnur ađ góđu samfélagi, landsţing Sambands íslenskra sveitarfélga 2022

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarđarhepps, í pontu á landsţinginu á Akureyri 2022.
Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarđarhepps, í pontu á landsţinginu á Akureyri 2022.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram á Akureyri dagana 28. til 30. september 2022 undir yfirskriftinni Grunnur að góðu samfélagi. Á þinginu hittust fulltrúar sveitarfélaga af öllu landinu til að bera saman bækur sínar og móta stefnu sambandsins sem nýkjörin stjórn þess vinnur svo eftir á kjörtímabilinu. Á þinginu tók borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir við sem formaður sambandsins og Vestfirðingurinn Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, var kjörin í stjórn þess.

 

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, var fulltrúi Tálknafjarðarhrepps á þinginu. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, tók einnig þátt í þinginu og stýrði, ásamt Ásgerði K. Gylfadóttur frá Hornafirði, vinnu starfshóps þar sem fjallað var um stefnumótun vegna velferðar, mannréttinda og lýðræðis annars vegar og menntun og velferð barna hins vegar.

 

Skrifstofan lokuđ

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps  verður lokuð mánudaginn 3. október.

Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. október 2022 kl. 10:00.

 

Kveðja starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 598. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 27. september 2022 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Slćm veđurspá fyrir laugardaginn, tilkynning til eigenda og umsjónarfólks skipa og báta í Tálknafjarđarhöfn

Samkvæmt veðurspá mun hraustleg haustlægð ganga yfir landið nú um helgina . Veðrið verður verst laugardagskvöldið 24.09.2022 og aðfararnótt sunnudags 25.09.2022 og vindátt mjög líklega óhagstæð fyrir Tálknafjarðarhöfn. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa veðurs og gildir hún frá kvöldmatarleyti á laugardegi og fram á sunnudagsmorgun á Tálknafirði.

 

Vegna þessa eru eigendur og umsjónarfólk báta og skipa í höfninni beðin um að gæta að fleyjum sínum til að fyrirbyggja hugsanlegt tjón. Sérstaklega þarf að huga að þeim bátum sem eru í flotbryggjum þar sem ekki hefur verið lokið við viðgerðir á festingum á þeim. Þá er fólk beðið um að hlíða greiðlega þeim fyrirmælum sem hafnarvörður kann að gefa.

 

Hafnarstjóri Tálknafjarðarhafnar

Síđa 1 af 237
Eldri fćrslur
« Október »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Nćstu atburđir
Vefumsjón