A A A

Forstöđumađur Íţróttamiđstöđvar Tálknafjarđar, umsóknarfrestur framlengdur

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar.
 

Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð, getu til að sýna frumkvæði í starfi og áhuga á að taka að sér spennandi verkefni.
 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ber ábyrgð á rekstri hennar þ.m.t. á íþróttahúsi, sundlaug og félagsheimili. Starfsmaðurinn sér um að skipuleggja það starf sem fram fer á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar, ber ábyrgð á mannauði starfseminnar og ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, félög og stofnanir sem nýta Íþróttamiðstöðina. Gert er ráð fyrir því að forstöðumaður gangi vaktir að hluta.
 

Við ákvörðun um ráðningu verður horft til eftirfarandi þátta:

 • Sjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.

 • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

 • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar.

 • Rík þjónustulund.

 • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.

 • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur.

 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.

 • Geta til að tileinka sér nýja færni.

 • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

 • Önnur reynsla sem nýtist í starfinu.Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvöðun um ráðningu hefur verið tekin.
 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélags.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is.
 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2023.

 


 

Sjómannadagskveđja

Tálknafjarðarhreppur óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Megi allt það fólk sem sinnir margvíslegum störfum á hafinu og við það njóta farsældar í sínum störfum og eiga ánægjulegan sjómannadag árið 2023.

Yfirferđ slökkvitćkja

Öryggismiðstöðin mætir með starfsemi sína á Patreksfjörð og tekur á móti slökkvitækjum í hleðslu og yfirferð. Fyrirtækið verður einnig með slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað til sölu á Patreksfirði.

Tekið verður á móti slökkvitækjum frá mánudegi til fimmtudags, dagana 5. - 8. júní 2023.

Vinsamlegast merkið tækin með fullu nafni og kennitölu. Tækjunum verður skilað 1-2 dögum síðar.

 

Staðsetningar móttöku slökkvitæka:

 • Patreksfjörður - Slökkvistöðin á Patreksfirði

 • Tálknafjörður - Verslunin Hjá Jóhönnu ehf.

 • Bíldudalur - Vegamót

 • Barðaströnd - Dreifbýli - vinsamlegast hafið samband

 

Nánari upplýsingar veita:

Þorgils Ólafur, sími: 820-2413

Jón Hjörtur, sími: 780-5840

Ađalfundur Skógrćktarfélags Tálknafjarđar

Aðalfundur Skógræktarfélags Tálknafjarðar fyrir árið 2022 verður haldinn í kaffistofu Tungusilungs ehf. að Strandgötu 39, Tálknafirði mánudaginn 5. júní 2023. Hefst fundurinn stundvíslega klukkan 18:00
 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðasta starfsár

2. Reikningar félagsins fyrir síðasta starfsár lagðir fram til samþykktar

3. Starfsáætlun 2023 kynnt og þar með fjárhagsáætlun rekstrarársins

4. Starfsáætlun næstu ára

5. Ákvörðun félagsgjalda. Fyrir liggur samþykkt stjórnar að félagar, eldri en 80 ára verði undanþegnir félagsgjaldi og þarf   sú samþykkt staðfestingu aðalfundar

6. Kosning fulltrúa á Aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Patreksfirði 1. - 3. september n.k. í boði skógræktarfélaga í Vestur-Barðastrandarsýslu hinni fornu

7. Kosning stjórnar. Formaður kosinn sérstaklega en síðan tveir aðrir stjórnarmenn, sem skipta með sér verkum ritara og gjaldkera. Kosning varamanns í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins

8. Inntaka nýrra félagaOpnunartími íţróttamiđstöđvar yfir Hvítasunnuhelgina

Opnunartími íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar yfir Hvítasunnuhelgina er sem hér segir:

Laugardagur 27.maí opið 11:00 – 14:00
Hvítasunnudagur 28.maí lokað
Annar í Hvítasunnu 29.maí opið 11:00 – 14:00

 

Athugið þó að opnunartími gæti breyst annan í Hvítasunnu þar sem sundlaugin verður máluð við fyrsta tækifæri.

Sveitarstjórn skorar á Vegagerđina vegna framkvćmda á Bíldudalsvegi um Mikladal

Á 613. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram síðasta þriðjudag gerði sveitarstjórnin eftirfarandi bókun vegna framkvæmda á Bíldudalsvegi um Mikladal:
 

  Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum af þeim drætti sem orðinn er á framkvæmdum á Bíldudalsvegi um Mikladal. Núverandi ástand vegarins er með öllu óásættanlegt og hættulegt.

Sveitarstjórn skorar á Vegagerðina að setja kraft í verkið þannig að áætluð verklok haustið 2023 standist.

 

Síđa 1 af 253
Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón