A A A

Páskar í Íþóttamiðstöð Tálknafjarðar

Yfir páskahátíðina 2024 verður opið í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar eins og hér segir:

 

Fimmtudagur 28. mars – skírdagur

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Föstudagur 29. mars – föstudagurinn langi

Lokað

 

Laugardagur 30. mars -

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Sunnudagur 31. mars – páskadagur

Lokað

 

Mánudagur 1. apríl – annar í páskum

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Þriðjudaginn 2. apríl tekur tekur hefðbuninn opnunartími við að nýju.

Sveitarstjórnarkosningar 2024 - framboðsfrestur til 29. mars

Skila­frestur fram­boða vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga 2024 í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vest­ur­byggðar rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 29. mars 2024. Tilkynn­ingum um framboð skal skilað til yfir­kjör­stjórnar í ráðhúsi Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75, Patreks­firði föstu­daginn 29. mars milli klukkan 10:00 og 12:00.

...
Meira

633. fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað hefur verið til 633. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps. Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 26. mars 2024 og hefst kl. 17:00.

...
Meira

Fundarboð 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað er til 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 17:00. Um er að ræða aukafund í sveitarstjórn.

...
Meira

Eldvarn­ar­eft­irlit að störfum

 


 

Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa gert samning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti á þjónustusvæði sveitarfélaganna til ársloka 2024. Með samningnum er áætlað að reglubundnu eftirliti sé haldið uppi í samræmi við lög um brunavarnir.  

 

Á næstunni mun eldvarnareftirlitið vera hjá okkur að sinna eldvarnareftirlitinu hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu í samræmi við brunavarnaráætlun sveitarfélaganna. 


Við biðjum ykkur því að láta ykkur ekki bregða ef þið sjáið aðila merktan Brunavörnum Suðurnesja, þau eru ekki að villast.   

Festur að renna út vegna geymslusvæða og eigna í Hranfadal

Þann 2. febrúar 2024 birti Tálknafjarðarhreppur auglýsingu vegna eigna í Hrafnadal. Þar er auglýst eftir eigendum eigna og lausamuna sem og að þeir aðilar sem leigt hafa geymsluaðstöðu á svæðinu eru beðnir um að staðfesta slíkt.

 

Vakin er athygli á því að frestur til að senda inn athugasemdir vegna þessa rennur út 15. mars n.k. Upphaflegu auglýsinguna má sjá hér.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón