A A A

Hunda- og katthreinsun į Tįlknafirši

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði í áhaldhúsinu þriðjudaginn 13. október frá kl. 18:00 – 19:00. Ef dýraeigendur þurfa á annarri aðstoð dýralæknis að halda þá eru þeir vinsamlega beðnir um að hringja í Sigríði áður en hún kemur á svæðið í síma 861 4568 milli kl. 10 og 12 virka daga.
 

Tálknafjarðarhreppur minnir dýraeigendur á að sækja þarf um leyfi og skráningu á hundum og köttum innan þriggja mánaða. Nálgast má samþykktir og gjaldskrár vegna hunda- og katthalds á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, sem og umsóknareyðublöð um leyfi.

 

Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri

Višhaldsframkvęmdir ķ bókasafninu

Viðhaldsframkvæmdir munu hafa áhrif á starfsemi bóksafnsins í október og huganlega eitthvað aðeins lengur. Vegna viðgerða á vatnsskemmdum sem urðu fyrir nokkrum mánuðum þarf að færa bókakost safnsins yfir í annað rými í Tálknafjarðarskóla á meðan framkvæmdum stendur. Stefnt er að því að viðskiptavinir safnsins geti nýtt þjónustu þess áfram á auglýstum opnunartíma þó hún verði eitthvað frábrugðin því sem fólk er vant.
 

Mánudaginn 28. september 2020 verður safnið opið á sínum hefðbundna stað á hefðbundnum tíma í síðasta sinn áður en framkvæmdir hefjast.
 

Flug­vall­ar­veršir į Bķldudal

Isavia Innan­lands­flug­vellir óskar eftir að ráða tvo starfs­menn við flug­vall­ar­þjón­ustu Bíldu­dals­flug­vallar. Starfið felur í sér eftirlit og viðhald á flug­vall­ar­mann­virkjum og tækjum.

Umsjón og framkvæmd snjóruðnings, hálkuvarna og samskipta við flugvélar um flugradíó, AFIS. Björgunar og slökkviþjónusta er einnig hluti af starfinu.
 

Hæfniskröfur:

  • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru skilyrði

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Reynsla af slökkvistörfum og snjóruðningi er kostur

  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg

  • Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2020

Nánari upplýsingar veitir Arnór Magnússon umdæmisstjóri arnor.magnusson@isavia.is

Umsóknir berist í gegnum vef Isavia:   https://www.isavia.is/fyrirtaekid/vinnustadurinn/storf-hja-isavia?jid=386#386

Auglżst er eftir smölum

Fjárleitir fara fram í Tálknafirði laugardaginn 3. október og sunnudaginn 4. október n.k. ef veður leyfir. Fólki sem vill taka þátt í leitunum er bent á að hafa samband við Guðna Ólafsson leitarstjóra í síma 869-0918.

Vakin er athygli á því að farið verður eftir útgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna covid-19 og aðgengilegar eru hér á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps.
http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/flokkur/54/
 

Fjallskilasešill 2020 – uppfęrt eintak

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar hefur unnið úr innsendum athugasemdum við fjallaskilaseðil 2020, sem birtur var 2. september 2020. Athugasemdirnar voru teknar fyrir á 24. fundi nefndarinnar 17. september sl. og er hér birtur uppfærður fjallskilaseðill 2020.


Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélaganna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.

 

GRENNDARKYNNING

Grenndarkynning-Miðtún 7

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur ákveðið að láta fara fram grenndar­kynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna byggingaráforma Miðtún 7.

 

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur er til og með 14. október 2020. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum.

 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðar eða í síma 450 2500 á opnunartíma skrifstofunnar, virka daga kl. 10:00-14:00. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.

 

Grenndarkynningargögn:
Breyting á deiliskipulagi - Íbúðarsvæði Túnahverfi (.pdf)
Grunnmynd / afstaða miðtún 7 (.pdf)
Útlit og sneiðing miðtún 7 (.pdf)

 

Sķša 1 af 192
Eldri fęrslur
Fundargeršir
« Október »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nęstu atburšir
Vefumsjón