A A A

Vara viš mikilli ölduhęš

Landhelgisgæslan vekur á vef sínum athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga. Stórstreymt er þessa dagana. Samkvæmt útreiknuðum sjávarfallaspám sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður árdegisflóð í Reykjavík í fyrramálið 4,5 metrar, til samanburðar þá er sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði 4,0 metrar. *
 

Djúp lægð nálgast nú landið og því er má búast við þessari óvenju miklu ölduhæð. Gert er ráð fyrir að hún verði allt að 8 til 10 metrar vestur af landinu og allt að 14 metrar á vesturdjúpi undir lok vikunnar.
 

„Landhelgisgæslan telur ástæðu til að upplýsa sjófarendur um þessar krefjandi aðstæður og hvetur þá til að fylgjast vel með ölduspá, eftir því sem kostur er, en hana má finna á vef Veðurstofunnar,“ segir á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar
 

Næstu daga er spáð umhleypingasömu veðri og geta veðrabrigði orðið ansi snörp, að því er fram kemur í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Því sé mikilvægt að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum, sérstaklega ef fólk hyggur á ferðalög á milli landshluta eða framkvæmdir. 

Silfurvottun til Vestfjarša

Vestfirðir hafa hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir árin 2018-2019, um er að ræða svokallaða silfurvottun.

Það var árið 2012 sem sveitarfélögin á Vestfjörðum tóku ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck en það eru einu umhverfisvottunarsamtök í heimi sem votta samfélög. Með þessu skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram á splunkunýrri vefsíðu Vestfjarðarstofu sem nú stýrir verkefninu.
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/umhverfisvottun-vestfjarda
 

Þar kemur sömuleiðis fram að sveitarfélögin hafi tekið þá ákvörðun að vera í fararbroddi í umhverfismálum og vera stóriðjulaus landshluti. Hluti af því ferli var að sækjast eftir umhverfisvottun og var því markmiði náð árið 2016 þegar landshlutinn fékk silfurvottun EarthCheck.
 

Til hamingju Vestfirðir

Žorp į Vestfjöršum

Vestfjarðarstofa hefur hleypt af stokkunum verkefninu Þorp á Vestfjörðum en það er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Markmið verkefnisins er að byggja upp ferðaþjónustu og frekari þróun á afþreyingu, vinna með stefnumótun hennar og ýta undir lengingu ferðamannatímabilsins í bæjarkjörnunum. Í verkefninu felst að vinna með ferðþjónum í hverjum kjarna, kortleggja hvað er þegar til staðar og greina hverju mætti bæta við. Tálknafjörður er eitt af þremur þorpum sem var valið í þetta verkefni í fyrstu umferð. Það er Silja Baldvinsdóttir starfsmaður Vestfjarðastofu sem leiðir verkefnið fyrir hönd hennar.

 

Fyrsta skrefið er að hitta áhugasama aðila á Tálknafirði, fólk sem þegar er í ferðaþjónustu, þá sem hafa hug á að byrja og þá sem hafa góðar hugmyndir. Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00 verður opinn fundur í Vindheimum þar sem málin verða rædd og hugmyndir viðraðar.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

Auglżsing: Deiliskipulag fyrir athafnasvęši seišaeldis ķ landi Innstu Tungu ķ Tįlknafirši

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði.
 

Skipulagssvæðið er á Breiðaparti í landi Innstu Tungu við norðarnverðan Tálknafjörð u.þ.b 1 km fyrir innan þéttbýlið. Svæðið afmarkast af Tálknafjarðarvegi nr. 617 að vestan, Maggalæk að norðan, fjöru að vestan og landamörkum Gileyrar að sunnan. Núverandi stærð svæðisins með landfyllingu er 3,56 ha. Ætlunin er að fjölga eldiskerjum um eitt og byggja tvær settjarnir til að koma í veg fyrir að fóðurleifar fari út í sjó. Ennfremur er ætlun að flytja seiðaeldi, sem nú er við Tálknafjarðarhöfn, á svæðið og byggja hús, að hluta til á uppfyllingu, yfir þá starfsemi.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með miðvikudeginum 20. febrúar nk. til 4. apríl 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 4. apríl 2019.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson

Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldis í landi Innstu Tungu (.pdf)

Auglýsing Deiliskipulag Innsta Tunga - febrúar 2019 (.pdf)


Sķša 1 af 229
Eldri fęrslur
Fundargeršir
« Febrśar »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    
Nęstu atburšir
Vefumsjón