A A A

Útbođ á rekstri tjaldsvćđis Tálknafjarđar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur á tjaldsvæði Tálknafjarðar árið 2023 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

 

Gert sé ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, og viðhald á svæðinu sem er um 7.000 fm. Leigutíminn er frá 1. maí 2023 til 30. september 2023 og gert ráð fyrir að svæðið opni fyrir viðskiptavini ekki síðar en 15. maí 2023 og loki í fyrsta lagi 15. september 2023. Lögð er áhersla á að svæðinu verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu.

 

Hægt er að hafa samband skrifstofu Tálknafjarðarhrepps til að fá frekari upplýsingar og gögn. Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12:00 þann 27. mars 2023. Tilboð skulu senda rafrænt á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is. Með tilboði skulu fylgja hugmyndir leigutaka um rekstur og þar á meðal tilboð um leigugreiðslu fyrir það tímabil sem um ræðir. Gefa skal upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer ásamt tilboðsgögnum.

 

      Tilboðum skal skila fyrir kl. 12:00 föstudaginn 31. mars 2023.

 

Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun Tálknafjarðarhrepps liggur fyrir.

Útboð á rekstri tjaldsvæðis Tálknfjarðar (.pdf)

 

F.h. Tálknafjarðarhrepps,

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 610. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 28. mars 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Árshátíđ Tálknafjarđarskóla

Miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 verður haldin árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni.

Verið velkomin að koma og sjá nemendur sýna listir sínar á sviði.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, sem foreldrafélagið innheimtir. Foreldrafélagið munu einnig sjá um veitingar í lok sýningar.

Vonumst til að sjá sem flesta.

talknafjardarskoli.is/

Kvennaríki í skipulagsnefnd

Ađ loknum 7. fundi skipulagsnefndar Tálknafjarđarhrepps. Frá vinstri: Bára Mjöll Ragnheiđardóttir, Lilja Magnúsdóttir og Ingibjörg Jóna Nóadóttir.
Ađ loknum 7. fundi skipulagsnefndar Tálknafjarđarhrepps. Frá vinstri: Bára Mjöll Ragnheiđardóttir, Lilja Magnúsdóttir og Ingibjörg Jóna Nóadóttir.

Skipulagsnefnd Tálknafjarðarhrepps fundaði þriðjudaginn 21. mars sl. á fundi sem telst vera númer sjö í röðinni hjá nefndinni. Á ágætum fundi fjallaði nefndin ýmislegt, svo sem nýtt aðalskipulag sem nú er í vinnslu.

 

Þessi fundur var þó einkum merkilegur fyrir þær sakir það voru einungis konur sem sátu sem aðalfulltrúar á honum, í fyrsta skipti sem það gerist hjá skipulagsnefnd hjá Tálknafjarðarhreppi. Vegna forfalla aðalfulltrúans Kristins Marinóssonar sat varafulltrúinn Bára Mjöll Ragnheiðardóttir fundinn ásamt þeim Lilju Magnúsdóttur, formanni, og Ingibjörgu Jónu Nóadóttur. Það var þó ekki algert kvennaríki á fundinum því varafulltrúinn Ásgeir Jónasson tók sæti við afgreiðslu eins málsins.

 

Í gegnum tíðina hafa karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem hafa fjallað um skipulags- og byggingamál hjá sveitarfélögum. Sem betur fer hefur það verið að breytast á síðustu árum og þessi fundur skipulagsnefndar Tálknafjarðarhrepps því tímanna tákn.

Aukaferđ međ ferjunni Baldri

Sigld verður aukaferð á morgun þriðjudaginn 14. mars.

Brottför frá Stykkishólmi kl. 9:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 12:00
 
Seinni ferð dagsins verður samkvæmt áætlun:
Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 18:00

Mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss.
Sæferðir

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 609. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 14. mars 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
 

Síđa 1 af 248
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Vefumsjón