A A A

Nýjar leiđbeiningar um viđbrögđ viđ örverumengun í neysluvatni og leiđbeiningar til almennings um suđu neysluvatns

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.
 

Vatnsveitur eru matvælafyrirtæki skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og bera ábyrgð á neysluvatni sem þær dreifa og að upplýsa neytendur og heilbrigðiseftirlit, sé það ekki öruggt til neyslu. Heilbrigðisfulltrúar sjá um reglubundnar sýnatökur og túlkun niðurstaðna rannsókna. Ef örverur greinast í sýnum yfir hámarksgildum þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin og eru úrbæturnar eru á ábyrgð vatnsveitna ef örverumengunin greinist í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef orsökin er í lögnum húss.
 

Þegar ákveðnir flokkar örvera greinast í neysluvatni gefur heilbrigðiseftirlitið, í samráði við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu, út ábendingu til neytenda um að sjóða þurfi allt vatn sem drukkið er eða notað til matargerðar. Þessar leiðbeiningar verða hafðar aðgengilegar á vefsíðum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar og Sóttvarnalæknis til upplýsingar fyrir almenning.

Verklag og leiðbeiningar þegar upp kemur mengun í neysluvatni:
Þegar sjóða þarf neysluvatn (.pdf)
Örverumengað neysluvatn – viðbrögð stjórnvalda og upplýsingar til almennings (.pdf)

Sveitarstjórnarfundur

530. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, fimmtudaginn 13. september 2018 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti.

Dýralćknir á Tálknafirđi

Sigríður Inga dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði þriðjudaginn 25. september í áhaldahúsinu frá klukkan 14:00-15:30. Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.


Ef dýr þarf aðra þjónustu þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 á milli kl. 09:00 og 12:00 fyrir mánudaginn 24, september.

Bryndís Sigurđardóttir ráđinn sveitarstjóri Tálknafjarđar

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að ráða Bryndísi Sigurðardóttur sem næsta sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps ,úr hópi átta umsækjenda.
 

Bryndís er 56 ára gömul og viðskiptafræðingur að mennt. Rak og stofnaði bókhaldsskrifstofu, sem hún á enn hlut í, auk ýmissa annara starfa, nú síðast sem verkefnastjóri Öxarfjarðar í sókn sem skilgreind hefur verið sem bothætt byggð.
 

Auk hennar sóttu um starfið:

Berglind Ólafsdóttir
Bragi Þór Thoroddsen
Einar Magnús Ólafíuson

Glúmur Baldvinsson
Guðbrandur J. Stefánsson

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Þorsteinn Valur Baldvinsson

Síđa 1 af 214
Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Nćstu atburđir
Vefumsjón