A A A

Tálknafjör 2006

Á bæjarhátíðinni Tálknafjör í ágúst 2006 fór fram ratleikur.  Þátttakendum var skipt upp í hópa.  Á einum áfangastað í ratleiknum átti hvert lið að setja niður á blað tvær ljóðlínur, og í lokin var komin heillöng drápa sem allir áttu þátt í að skapa.  Hér fyrir neðan gefur að líta ljóðasmíðina. 

 

Ljóð samið í ratleik á Tálknafjöri 2006 

Í dag er dagurinn

sem alla dreymir um

í dag var ég stunginn í burt

frá systkinum sem voru á bíl

það voru aðrir hjá oss

en við stungum þá af!

Góði Tálknafjörðurinn minn

þar sem sókin skín og er vinur minn

Hæ, hér erum við, við bálið okkar fína

þessi hérna lína lætur sólina skína

hér er allt í þessu fína

við erum frá Kína

Allir kunna að sýna þetta

litla og fína brosið sitt.

Í dag er Tálknafjör

í dag er voða gaman

Við ætlum ekki að vera spör

og brosa svo allir saman

Biðjum nú um brekkusöng

beggja vegna bálsins

þá verður nóttin löng

og við gætum öll málsins

syngjum hátt og höfum hátt      

verði voða gaman

dönsum saman voða dátt

skemmtum okkur saman

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón