A A A

Starf umsjónamanns eigna og hafnarvarðar laust til umsóknar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf umsjónarmanns eigna og hafnarvarðar. Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Umsóknarfestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2024.

...
Meira

Páskar í Íþóttamiðstöð Tálknafjarðar

Yfir páskahátíðina 2024 verður opið í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar eins og hér segir:

 

Fimmtudagur 28. mars – skírdagur

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Föstudagur 29. mars – föstudagurinn langi

Lokað

 

Laugardagur 30. mars -

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Sunnudagur 31. mars – páskadagur

Lokað

 

Mánudagur 1. apríl – annar í páskum

Lyftingasalur opinn 10:00-14:00

Sundlaug opin 11:00-14:00

 

Þriðjudaginn 2. apríl tekur tekur hefðbuninn opnunartími við að nýju.

Sveitarstjórnarkosningar 2024 - framboðsfrestur til 29. mars

Skila­frestur fram­boða vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga 2024 í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vest­ur­byggðar rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 29. mars 2024. Tilkynn­ingum um framboð skal skilað til yfir­kjör­stjórnar í ráðhúsi Vest­ur­byggðar, Aðalstræti 75, Patreks­firði föstu­daginn 29. mars milli klukkan 10:00 og 12:00.

...
Meira

633. fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað hefur verið til 633. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps. Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 26. mars 2024 og hefst kl. 17:00.

...
Meira

Fundarboð 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhepps

Boðað er til 632. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 17:00. Um er að ræða aukafund í sveitarstjórn.

...
Meira

Eldvarn­ar­eft­irlit að störfum

 


 

Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa gert samning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti á þjónustusvæði sveitarfélaganna til ársloka 2024. Með samningnum er áætlað að reglubundnu eftirliti sé haldið uppi í samræmi við lög um brunavarnir.  

 

Á næstunni mun eldvarnareftirlitið vera hjá okkur að sinna eldvarnareftirlitinu hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu í samræmi við brunavarnaráætlun sveitarfélaganna. 


Við biðjum ykkur því að láta ykkur ekki bregða ef þið sjáið aðila merktan Brunavörnum Suðurnesja, þau eru ekki að villast.   

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón