A A A

Þjónusta við fólk með fötlun

Ath. síðan er í vinnslu, c/o Elsa Reimarsdóttir.

Vesturbyggð/Tálknafjarðarhreppur ber ábyrgð á þjónustu við fólk með fötlun, framkvæmd hennar og eftirliti, og stefnumótun í málaflokknum. Fólk með fötlun á rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélagsins en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.
 

Þjónusta við fólk með fötlun sem áður var hjá ríki samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks færðist yfir til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011. Sveitarfélög og þjónustusvæði á vegum þeirra tóku þá við ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar.
 

Vestfirðir mynda eitt þjónustusvæði. Hvert þjónustusvæð/sveitarfélag sér um rekstur þjónustunnar en sveitarfélögin sem mynda þjónustusvæðið bera sameiginlega ábyrgð á veitingu og fjármögnun þjónustu innan þess. Byggðarsamalag Vestfjarða var stofnað um þjónustuna og eru öll sveitarfélögin á Vestfjörðum aðilar að því.
 

Sú þjónusta sem er á ábyrgð Byggðarsamlags Vestfjarða (BsVest) er veitt af sveitarfélögunum, líkt og almenn félagsþjónusta.
 

Allar umsóknir um þjónustu skulu fara í gegnum Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu þar sem einnig er veitt ráðgjöf og frekari upplýsingar.
 

Leiðarljós í þjónustu Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu við fólk með fatlanir eru mörkuð í 3. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
 

  • virðing fyrir meðfæddri göfgi, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálfstæði þeirra,
  • bann við mismunun,
  • að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar,
  • virðing fyrir því sjónarmiði að fatlað fólk sé ólíkt og viðurkennt í þeim skilningi að um mannlega fjölbreytni og mannlegt eðli sé að ræða,
  • jöfn tækifæri,
  • aðgengi,
  • jafnrétti kynjanna,
  • virðing fyrir síbreytilegri getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína.

Þá er einnig viðurkennd sú skilgreining á fötlun sem fram kemur í samningnum.

Hugtakið fötlun er breytingum undirorpið og rekja má fötlun til víxlverkunar milli skertra einstaklinga og viðhorfstengdra tálma og umhverfishindrana sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli.

 

Auðlesin útgáfa: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
 

Ensk útgáfa/English version

Parliamentary Resolution on a Plan of Action on Disabled Persons Affari until 2014.

Heildarsamkomulag um yfirfærsluna 23. nóvember 2010.



  • Réttindagæslumenn

Réttindagæslumenn starfa samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 í öllum landshlutum. Þeirra hlutverk er að fylgjast með högum fólks með fatlanir og veita aðstoð við hvers konar réttindagæslu.
 

Réttindagæslumaður getur veitt margs konar aðstoð s.s. varðandi réttindi, fjármuni og önnur persónuleg mál. Hlutverk hans er m.a. að veita stuðning og aðstoð við að leita réttar þeirra einstaklinga sem hann vinnur fyrir.  Einnig geta einstaklingar leitað til réttindagæslumanns ef þeir telja að brotið sé á réttindum einstaklings með fötlun.
 

Réttindagæslumaður skal samkvæmt lögum þessum vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fólk með fatlanir og þá sem starfa með því.
 

Vesturland og Vestfirðir

Jón Þorsteinn Sigurðsson
s. 858 1939
jons@rett.vel.is
Aðsetur: Rauði kross Íslands, Akranesdeild, Skólabraut 25a, 300 Akranesi

 



  • Félagsleg þjónusta
    við fólk með fatlanir í Vesturbyggð/Tálknafjarðarhreppi

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu veitir ráðgjöf og aðra stuðningsþjónustu.
 

Atvinna með stuðningi

Atvinna með stuðningi (AMS) felur í sér stuðning við fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar sinnar, aðstoð við að finna starf og stuðning á nýjum vinnustað.

Atvinna með stuðningi er starfrækt hjá Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæðisins, Kringlunni 1, 105 Reykjavík. Sími: 515-4850. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Vinnumálastofnunar.
 

Starfsmaður félagsþjónustu er til aðstoðar vegna samskipta við Vinnumálastofnun verði óskað eftir því.

Frekari liðveisla

Frekari liðveisla er viðbótarþjónusta við lögbundna almenna þjónustu sem fólki með fötlun stendur til boða. Þessi þjónusta er unnin í samvinnu við heimahjúkrun, heimilishjálp og liðveislu sveitarfélagsins. Frekari liðveisla felur í sér persónulega aðstoð í daglegu lífi sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Frekari liðveisla er fyrst og fremst veitt á heimili þjónustunotanda.
 

Umsókn um þjónustu Eyðublað Umsókn um félagsþjónustu

 
Hæfing, starfsþjálfun og vernduð vinna

Með hæfingu, starfþjálfun og verndaðri vinnu  er átt við starfs- og félagsþjálfun sem miðar að því að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og/ eða á almennum vinnumarkaði. Lögð er áhersla á þjálfun sem viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni.

 
Liðveisla

Markmið með liðveislu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Rétt til liðveislu á fólk með andlega- eða líkamlega fötlun, sem býr utan stofnana eða sambýla og hefur náð sex ára aldri.
 

Reglur um liðveislu
 

Umsókn um þjónustu Eyðublað Umsókn um félagsþjónustu

 
Skammtímavistun Sindragötu, Ísafirði

Þjónusta skammtímavistunar stuðlar að því að börn og ungmenni geti búið sem lengst í heimahúsum. Dvalartími er breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins í samræmi við gildandi reglur. Boðið er uppá skammtímavistun alla daga vikunnar, allan ársins hring fyrir utan hátíðisdaga.
 

Forstöðumaður skammtímavistunar er Stefanía Ásmundsdóttir
skammtimavistun@isafjordur.is

Sími: 456-3499 og 456-3498
Gsm: 893-1366
 

Skammtímavistun sem rekin er af Ísafjarðarbæ er ætlað að þjóna öllum Vestfjörðum.
 

Sækja skal um þjónustu á vegum skammtímavistunar til Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu.
 

Reglur um skammtímavistun
 

Umsókn um þjónustu Eyðublað Umsókn um félagsþjónustu

 
Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfar, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.
 

Reglur um stuðningsfjölskyldur
 

Umsókn um þjónustu Eyðublað Umsókn um félagsþjónustu


Ráðgjöf og önnur stuðningsþjónusta við fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra

Viðtalspantanir hjá Vesturbyggð í síma 450 2300 og hjá Tálknafjarðarhreppi í síma 456 2539.
 

  • Önnur þjónusta

Umönnunargreiðslur
Umönnunargreiðslur eru mánaðarlegar greiðslur til foreldra barna með faltanir eða alvarlega veikra barna. Aðstoðin er veitt þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður fyrir foreldra.
 

Umönnunargreiðslur geta verið frá fæðingu barns til 18 ára aldurs.
 

Hægt er að sækja beint um umönnunargreiðslur til Tryggingastofnunar og þarf læknisvottorð að fylgja umsókn.  Ef barn er með fötlun þarf að fá tillögu um umönnunargreiðslu frá félagsþjónustu sveitarfélagsins. Ekki eru greiddir skattar af umönnunargreiðslum. Starfsmaður félagsþjónustu getur veitt aðstoð við gerð umsóknar.
 

Umönnunarkort veitir foreldrum afslátt af læknisþjónustu fyrir börn. Sækja þarf um umönnunarkort og skila inn læknisvottorði til Tryggingastofnunar. Foreldrar sem fá umönnunargreiðslur, þ.e. mánaðarlegar greiðslur, geta sótt um niðurfellingu á bifreiðagjaldi af einum bíl. Sjá eyðublað um niðurfellingu bifreiðagjalda á vef Tryggingstofnunar.
 

Sum fyrirtæki og stofnanir veita afslátt gegn framvísun umönnunarkortsins.
 

Umsóknareyðublöð fást hjá Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu en einnig má nálgast þau á vef Tryggingastofnunar.
 

 Hér má finna eyðublöð Tryggingastofnunar.

 

 

  • Ýmsir þjónustuaðilar og hagsmunasamtök

Geðhjálp

Geðhjálp er hagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra er láta sig geðheilbrigðismál varða.
 

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Hlutverk Greiningar- og ráðgjafastöðvar er að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar.
 

Landssamtökin Þroskahjálp

Aðildarfélög Þroskahjálpar eru  22. Þau er foreldra- og styrktarfélög, svo og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða. Félögin eru starfrækt um allt land.
 

Öryrkjabandalag Íslands

Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands eru 35 talsins og er hægt að nálgast upplýsingar um þau á heimasíðu bandalagsins.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón