Viðtalstími við oddvita
Oddviti Tálknafjarðarhrepps, Eva Dögg Jóhannesdóttir mun verða með reglulega opna viðtalstíma á bæjarskrifstofunni að Strandgötu 38. Hún verður með aðsetur í fundarherberginu annan þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 10:00-13:00.
Fyrsti viðtalsími er því næsta þriðjudag, þann 10. október nk.
Allir eru velkomnir til að kíkja við og auðvitað verður heitt á könnunni.
Þeir sem hafa erindi handa sveitarstjórn eru hvattir til að koma með þau skrifleg.
Eva vonast til að sjá sem flesta en skyldi tíminn ekki duga eða ef fólk kemst ekki á þessum tímum má senda henni tölvupóst á oddviti@talknafjordur.is eða heyra í henni í s. 866 7780 utan viðtalstímans.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 51. fundur 9. febrúar 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 41. fundur 26. janúar 2021
- Sveitarstjórn | 569. fundur 18. febrúar 2021
- Sveitarstjórn | 568. fundur 21. janúar 2021
- Sjá allar fundargerðir