Við erum hér fyrir þig
Stutt hnitmiðað námskeið ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu.
Við erum hér fyrir þig er 10 kennslustunda þjónustunám og er ætluð starfsfólki í þjónustustörfum. Námskeiðið er sniðið að starfsfólki í ferðaþjónustu og þeim sem eru í samskiptum við ferðamenn í störfum sínum s.s. í íþróttahúsum/sundlaugum, söfnum og upplýsingamiðstöðvum. Markmið námskeiðsins er að:
- Að efla almenna, faglega og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni innan þjónustufyrirtækja.
- Að auka færni þátttakenda í þjónustustörfum svo sem þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu.
- Að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við aðstæður sem geta komið upp, svo sem erfiða viðskiptavini.
- Að kynna þátttakendum helstu staðreyndir og upplýsingaveitur um sitt nærumhverfi.
Á námskeiðinu verður fjallað um þjónustu, erfiðar aðstæður, hreinlæti og klæðaburð, nærumhverfi og vinnustaðinn.
Kennarar eru á Ísafirði en námskeiðið er fjarkennt til þeirra staða þar sem Fræðslumiðstöðin hefur aðgang að fjarfundabúnaði; á Hólmavík, Patreksfirði og Bíldudal.
Kennarar: Sigríður Kristjánsdóttir, Heimir Hansson og Birna Jónasdóttir.
Tími: Kennt miðvikudaginn 4. og föstudaginn 6. júní, kl. 9:00 - 12:30.
Lengd: 10 kennslustundir (2 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Fjarkennt til Patreksfjarðar, Bíldudals og Hólmavíkur.
Verð: 14.800 kr.
Upplýsingar og skráning í síma 456-5025 eða á www.frmst.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 609. fundur 14. mars 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 40. fundur 8. mars 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 8. fundur 7. mars 2023
- Velferðarráð V-Barð | 45. fundur Velferðarráðs V-Barð 9. febrúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 7. fundur 15. febrúar 2023
- Sjá allar fundargerðir