A A A

Umferđartölur hunsađar í skýrslu Viaplan

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem kom saman þann 4. desember ályktaði með eftirfarandi hætti:

 

Fulltrúar Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Táknafjarðarhrepps eru sammála um nauðsyn þess ad flýta endurnýjun vegarins um Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem kostur er. Brýn þörf er orðin á endurnýjun vegarins vegna aldurs hans og ástands sem samrýmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vega í dag. Miklidalur er fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða og nauðsynlegt að tryggja öruggar samgöngur á þessari leið sem kostur er vegna mikilvægis hennar sem tenging milli þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta vegasamgöngur við sunnanverða Vestfirði sem allra fyrst. Sú staða sem komin er upp vegna þess að Reykhólahreppur hefur dregið að taka ákvörðun um veglínu nýlagningar á Vestfjarðavegi 60 setur allar áætlanir um uppbyggingu vegarins og fjármögnun framkvæmda í uppnám.

 

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps harmar það rof í áratuga samstöðu þessara þriggja sveitarfélag um vegabætur á Vestfjarðarvegi 60, sem virðist vera orðið með drætti á ákvörðun Reykhólahrepps og hvetur sveitarstjórn Reykhólahrepps til að standa við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar þannig að framkvæmdir getir hafist sem allra fyrst. Samgöngur við sunnanverða Vestfirði samkvæmt Þ-H leiðinni eru gríðarlega mikilvægar og brýnt að þar takist vel til með veghönnun og lagningu með framtíðarnotkun vegarins í huga, öllum íbúum sunnanverðra Vestfjarða til hagsbóta.

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps tók fyrir fundargerð Samráðsnefndar þann 13. desember s.l. og samþykkti bókun Samráðsnefndar samhljóða en bætti við eftirfarandi:

 

Í niðurstöðum valkostagreiningar Viaplan er réttur þeirra íbúa sem búa vestan við Reykhóla alvarlega sniðgenginn með því að hunsa umferðartölur á Vestfjarðavegi frá árinu 2017 þar sem veruleg aukning í umferð er talin möguleg villa en ekki aukning í atvinnuakstri eins og fyrirtæki hér á sunnanverðum Vestfjörðum geta borið vitni um. Slík nálgun á jafnmikið hagsmunamál og bættar samgöngur eru fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum er algjörlega óafsakanleg og óskiljanleg. Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps krefst þess að tekið sé fullt tillit til hagsmuna íbúa og fyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum af bættum samgöngum og styttri vegalengd þar sem að öðrum kosti mun kostnaður af lengri akstri falla á þá notendur sem koma vestan að en ekki íbúa Reykhólahrepps. Slíkt er óásættanlegt á tímum baráttu við loftslagsbreytingar og hagræðingar í samgöngumálum.
 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón