Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti
Minjasafn Egils Ólafssonar auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2017.
Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni.
Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.
Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.
Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.
Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 1. mars á netfangið museum@hnjotur.is
Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir