Kæri Tálknfirðingur
Okkur vantar sjálfboðaliða til þess að bera fúarvörn utan á kirkjuna okkar hér í Tálknafirði og einnig í önnur tilfallandi verk því fylgjandi.
Veðurspá er góð næstu daga og því fleiri sem við erum því léttara verður verkið. Það verður bara að segjast að það sé löngu komin tími á þessa vinnu og hefur efnið í verkið verið til í nokkur ár, en því miður ekki fundist tími til þess að fara í þessa vinnu.
Nú er ekki í boði að bíða lengur og þætti okkur í sóknarnefnd vænt um að þú sjáir þér fær að aðstoða okkur með því að koma, einnig væri gott að ef þú átt breiðan pensil eða málingarkúst að taka hann með þér í verkið.
Við munum mæta upp í Tálknafjarðakirkju kl 13:00 fimmtudaginn 1. maí og laugardaginn 3. maí kl 13:00.
F.h. sóknarnefndar
Birna Ben 891-7076
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 609. fundur 14. mars 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 40. fundur 8. mars 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 8. fundur 7. mars 2023
- Velferðarráð V-Barð | 45. fundur Velferðarráðs V-Barð 9. febrúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 7. fundur 15. febrúar 2023
- Sjá allar fundargerðir