A A A

Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur vörð um lýðræði og mannréttindi í sveitarfélögum og svæðum í aðilarríkjum ráðsins. Þingið kemur saman tvisvar á ári í Evrópuráðshöllinni í Strasbourg, Frakklandi. Þingfulltrúar eru kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir þrjá fulltrúa Íslands.

 

Ungmennafulltrúar, einn frá hverju aðildarríki, hafa síðustu 10 árin tekið þátt í þingum og eru nú orðnir ómissandi hluti af starfsemi þingsins. Nú er auglýst eftir umsóknum vegna 2024. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-30 ára. Ísland hefur öll árin átt ungmennafulltrúa á þinginu þar til í fyrra þegar engar umsóknir bárust. Þess vegna eru sveitarfélög sérstaklega hvött til þess núna að miðla upplýsingum um þetta tækifæri innan sinna sveitarfélaga, ekki síst til fólks á þessum aldri sem á sæti í sveitarstjórnum eða nefndum og til fulltrúa í ungmennaráðum sveitarfélaga.

 

Ávinningurinn af því að taka þátt er þjálfun í að taka þátt í erlendu samstarfi, innsýn í starfsemi þingsins og Evrópuráðsins sem og tengslamyndun og samstarf við ungmennafulltrúa frá öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið greiðir ferða- og uppihaldskostnað. Nánari upplýsingar má sjá hér og umsóknir þurfa að berast á þessu formi í síðasta lagi 7. janúar 2024.

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón