A A A

Gefur þú sérstakan kost á þér í heima­stjórn?

Samhliða kosn­ingum til sveit­ar­stjórnar í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar þann 4. maí næst­kom­andi verða kosnir full­trúar í heima­stjórnir. Hægt er að kjósa um alla íbúa hvers svæðis, en einstak­lingum sem vilja gefa sérstak­lega kost á sér til heima­stjórnar býðst að kynna sig og sín áherslumál í gegnum heima­síður sveit­ar­fé­lag­anna.

Kosið verður í heimastjórnir sama dag og kosið verður til sveitarstjórnar og eru tveir fulltrúar kosnir á hverjum stað. Heimastjórnirnar verða fjórar:  

  • Heimastjórn Arnarfjarðar
  • Heimastjórn Tálknafjarðar 
  • Heimastjórn Patreksfjarðar 
  • Heimastjórn Rauðasandshrepps og Barðastrandar 

Allir íbúar hvers svæðis eru í framboði og kýs hver íbúi einn einstakling á því svæði sem hann býr. Þeir tveir sem fá flest atkvæði á hverju svæði munu sitja í heimastjórn fyrir sitt svæði næstu tvö árin eða þar til kosið verður næst til sveitarstjórnar.

Kynningar á frambjóðendum

Einstaklingum sem hafa áhuga á því að sitja í heimastjórn og vilja gefa sérstaklega kost á sér til býðst að kynna sig og sín áherslumál í gegnum heimasíður sveitarfélaganna. Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta að hámarki 200 orð á netfangið muggsstofa@vesturbyggd.is. Þar þarf að koma fram fullt nafn og heimilisfang frambjóðanda. Kynningar á frambjóðendum verða birtar á heimasíðum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þegar líða fer að kosningu.

Hvað eru heimastjórnir?

Heimastjórnir eru fastanefndir innan nýs sameinaðs sveitarfélags sem starfa í umboði sveitarstjórnar. Markmiðið með heimastjórnum er að heimamenn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða nærumhverfi sitt og geta ályktað um málefni sem snýr að viðkomandi byggðarlagi og komið málum á dagskrá bæjarstjórnar. Í hverri heimastjórn eru þrír fulltrúar, tveir sem kosnir eru sérstaklega samhliða sveitarstjórnarkosningum og einn bæjarfulltrúi. Kjörgengir til heimastjórna eru allir íbúar á kjörskrá Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, samkvæmt kjörskrá á sínu svæði.

Þar sem aðrar reglur gilda um kosningu í heimstjórn sem telst til íbúakosningar en kosningu í sveitarstjórn þá verður utankjörfundaatkvæðagreiðslan fyrir kosninguna í heimastjórn með sama sniði og hún var fyrir sameiningakosninguna, á skrifstofum sveitarfélaganna en ekki hjá sýslumanni eins og gildir um hefðbundnar kosningar.

Frekari upplýsingar um heimastjórnir og kosningar til þeirra veitir verkefnastjóri sameiningarvinnunnar, Gerður Björk Sveinsdóttir, á netfangið gerdur@vesturbyggd.is.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón