A A A

Endurskošun ašalskipulags Tįlknafjaršarhrepps 2019-2031

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið 4. apríl 2019 þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
 

Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.
 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins , Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is  fyrir 13. september nk.

Skipulagslýsing (.pdf)

« Október »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nęstu atburšir
Vefumsjón