Bilun í ferjunni Baldri
Vélarbilun hefur komið upp í ferjunni Baldri þar sem skipið er um 10 sjómílur frá Stykkishólmi. Um borð eru 20 farþegar auk 8 manna áhafnar. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson sem statt er á móts við Grundarfjörð er nú á leið til Baldurs auk varðskipsins Þórs. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og en gert er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm.
Það er ljóst að einhvern tíma mun taka að koma skipinu í Hólminn. Veður er ekki gott á staðnum og fer versnandi og Landhelgisgæslan býr sig undir það ásamt okkar fólki. Það er einnig ljóst að ferðir Baldurs í dag og næstu daga mun falla niður.
www.saeferdir.is
www.saeferdir.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 609. fundur 14. mars 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 40. fundur 8. mars 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 8. fundur 7. mars 2023
- Velferðarráð V-Barð | 45. fundur Velferðarráðs V-Barð 9. febrúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 7. fundur 15. febrúar 2023
- Sjá allar fundargerðir