A A A

Auglýsing vegna eigna í Hrafnadal

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæði á landi Tálknafjarðarhrepps í Hrafnadal ofan við þéttbýlið. Á þessu svæði standa tveir þurrkhjallar, hestagerði og ýmsir lausamunir sem óljóst er hverjir eru eigendur að. Til að unnt sé að ganga frá deiliskipulaginu í samræmi við reglur þar um þarf að ganga frá eignarhaldi þessara eigna á formlegan hátt. Einnig er ljóst að hreinsa þarf svæðið af þeim hlutum sem þar liggja og ekki vitað hverjir eru eigendur þessara hluta.

 

Hér með er auglýst eftir eigendum að tveimur þurrkhjöllum og hestagerði sem standa á deiliskipulagssvæðinu þar sem þær eignir eru ekki skráðar með lóðaleigusamning eða með fasteignanúmer. Þau sem gera tilkall til þessara eigna þurfa að gera lóðaleigusamning og samþykkja skráningu eignanna á fasteignaskrá til að tilkall þeirra til eignanna samræmist reglum um fasteignir. Þau sem telja sig eiga þessar eignir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og ganga frá skráningu eignanna á fasteignaskrá og gera lóðaleigusamning um viðkomandi eign til að staðfesta eignarhaldið til framtíðar.

 

Einnig er um að ræða lausamuni svo sem gáma, bíla, vinnuvélar og ýmsan búnað sem liggur nokkuð víða um svæðið. Eigendur þessara lausamuna eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og tilkynna hvað þau telja sig eiga svo því verði ekki fargað þegar kemur að tiltekt á svæðinu í kjölfar þessarar auglýsingar.

 

Þau sem hafa leigt aðstöðu á geymslusvæði í Hrafnadal eru beðnir að staðfesta við skrifstofu Tálknafjarðarhrepps hvaða svæði þeir hafa leigt og hvort þeir vilji halda því áfram. Jafnframt eru viðkomandi aðilar beðnir um að taka til á sínu svæði og fara yfir hvort þar er eitthvað af munum sem þeir telja sig ekki eiga og vilja losna við. Gott væri að ábendingum um slíka muni verði einnig komið til skrifstofu Tálknafjarðarhrepps þannig að unnt sé að fara í tiltektir á svæðinu í heild sinni.

 

Svör óskast send á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is

 

Frestur til að skila inn þessum tilkynningum er til og með föstudagsins 15.mars 2024.

 

Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón