A A A

Skrímslasetrið auglýsir eftir starfsfólki

Skrímslasetrið á Bíldudal auglýsir eftir umsjónarmanni og tveimur almennum starfsmönnum í sumar.
 

Í störfunum felst m.a. móttaka gesta, veitinga- og minjagripasala ásamt öðrum tilfallandi störfum. Í starfi umsjónarmanns felst til viðbótar öll almenn umsjón með daglegum rekstri. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku og fleiri tungumál er kostur, jákvætt hugarfar, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

 

Skrímslasetrið opnar 15. maí og er opið til 15. september.
 

Áhugasamir hafi samband í síma 894 8503 eða sendi póst á netfangið skrimsli@skrimsli.is

Arnarlax leitar eftir vaktstjóra

Vaktstjóri í sjódeild-fiskeldi Á Patreksfirði og Tálknafirði.

 

Unnið á 7 daga vöktum og 7 daga frí

 

Starfið felur í sér:

  • að geta stýrt og tekið þátt í daglegri framleiðslu allt frá útsetningu seiða til slátrunar
  • að hafa umsjón með mönnun á vöktum

Viðkomandi:

  • Þarf að hafa 12m skipstjórnarréttindi
  • Þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Þarf að sýna frumkvæði og  vera skipulagður

Umsóknarfrestur er til og með 6.mars

 

Áhugasamir sendi umsókn á anna@arnarlax.is

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2017.

 

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni.

 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

 

Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.

 

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 1. mars á netfangið museum@hnjotur.is

 

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Arnarlax leitar eftir starfsmanni í viðhald

Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði.

Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur af hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að byggja upp atvinnu og gott samfélag á Vestfjörðum.
 

Átt þú heima með þessum hópi?

  • Við leitum að starfsmanni í viðhald í vinnsluhúsnæði Arnarlax.
  • Unnið er á vöktum 7 daga og 7 daga frí
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu af viðhaldi vinnsluhúss, vélstjórn og/eða rafmagni
  • Samvinnuþýður, glaðlyndur og áhugasamur einstaklingur óskast sem getur hafið störf sem fyrst.

    Hafðu samband: anna@arnarlax.is
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón