Yfirflokkstjóri og flokksstjórar hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps
Yfirflokksstjóri
Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.
Flokksstjórar
Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.
Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, þeim skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Velferðarráð V-Barð | 44. fundur Velferðarráðs V-Barð 12. janúar 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 6. fundur 9. janúar 2023
- Fræðslunefnd | 6. fundur 12. janúar 2023
- Skipulagsnefnd | 6. fundur 17. janúar 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 6. fundur 18. janúar 2023
- Sjá allar fundargerðir