A A A

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 623. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 28. nóvember 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Ljósin á jólatrénu tendruð

Höfum það umbúðalaust!

Dagana 18.-26. nóvember næstkomandi stendur Evrópska Nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
 

Þema ársins er umbúðir undir slagorðinu Höfum það umbúðalaust!
 

Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar og almenningur eru hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að draga úr notkun einnota umbúða.
 

Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Reykjavíkurborg höfum útbúið einfalt kynningarefni sem nýtist fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja prófa sig áfram í umbúðalausum og fjölnota lausnum í Nýtnivikunni. Efnið er unnið upp úr leiðbeiningum Matvælastofnunar.
 

Við hvetjum alla sem taka þátt í Nýtnivikunni í ár af einhverju tagi; selja umbúðalaust, kaupa umbúðalaust, neyta umbúðalaust, standa fyrir einhverskonar viðburðum eða hvað annað sem er að deila því með okkur á Facebook síðu Saman gegn sóun eða Instagram, með því að merkja okkur eða senda skilaboð og við deilum því áfram.
 

Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, halda viðgerðarkaffi, skiptimarkaði, fyrirlestra eða hvað eina sem styður við minni sóun, sama af hvaða tagi hún er.
 

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið samangegnsoun@samangegsoun.is ef einhverjar spurningar vakna.

Kveðja til Grindvíkinga

1 af 2

Hugur okkar á Tálknafirði er hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og upplifa miklar hamfarir. Við sendum þeim okkar hlýjustu kveðjur og samhug. Það er einlæg von okkar, eins og landsmanna allra, að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar Grindavíkur geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega.

 

Ljóst er að framundan er langt og strangt verkefni og því mikilvægt að taka höndum saman og reyna eftir fremsta megni að veita aðstoð. Við viljum því hvetja öll þau sem mögulega geta boðið húsnæði að skrá það hjá Rauða krossinum á skráningablað sem má finna hér.

 

Þeir íbúar Grindavíkur sem leita skjóls á Tálknafirði á meðan þetta hamfaraástand varir munu hafa sama aðgang að þjónustu og þau sem hafa lögheimili í Tálknafjarðarhreppi.

Íbúafundur vegna aðalskipulags Tálknafjarðarhrepps 2019-2031

Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 verður haldinn íbúafundur vegna aðalskipulags Tálknafjarðarhrepps 2019-2031 sem nú er í vinnslu. Fundurinn fer fram í Tálknafjarðarskóla miðvikudaginn 15. nóvember 2023 og hefst kl. 18:00 og mun ljúka fyrir kl. 20:00.
 

Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér vinnslutillögur um nýtt aðalskipulag og taka þátt í samtali um þær. Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 622. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 14. nóvember 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón