A A A

Starfsmaður í félagsmiðstöðinni Tunglinu

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Tunglið á Tálknafirði.
 

Starfið felst í að aðstoða við skipulag á innra starfi Tunglsins. Einnig sér starfsmaður um þrif á félagsmiðstöðinni. Félagsmiðstöðin er opin tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn og er starfið ætlað fyrir unglinga úr 7.-10. bekk.
 

Félagsmiðstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum starfa náið saman og sameiginlegir viðburðir eru haldnir einu sinni í mánuði.


Hæfniskröfur

 • Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri

 • Reynsla í vinnu með unglingum æskileg

 • Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði

 • Áhuga fyrir að efla unglingastarf á svæðinu æskilegur

 

Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til að hafa öllum umsóknum.
 

Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi.
 

Umsóknarfrestur er gefinn til og með föstudagsins 22. desember 2023 og umsóknareyðublað er að finna á talknafjordur.is.
 

Umsóknir skulu berast á netfangið it@vesturbyggd.is

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 624. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 12. desember 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Starf hafnarvarðar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar starf hafnarvarðar við Tálknafjarðarhöfn. Um er ræða hlutastarf sem felur í sér bakvaktir að jafnaði aðra hverja helgi.

 

Starfið felur í sér hafnarvörslu, vigtun og þjónustu við viðskipavini hafnarinnar ásamt ýmsum öðrum verkum sem til falla á höfninni. Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.

 • Hafnargæslumannsréttindi í hafnarvernd kostur.

 • Vigtarréttindi eru æskileg og þarf starfsmaður að vera tilbúinn að sækja námskeið vigtarmanna séu réttindi ekki fyrir hendi.

 • Almenn ökuréttindi.

 • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.

 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 20. desember 2023. Einstaklingar af öllum kynjum er hvattir til þess að sækja um starfið. Skírteini til staðfestingar prófum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði.

 

Vetrarþjónusta 2023-2025, færðargreining Barðastrandarvegur – Bíldudalsvegur

1 af 2

Vegagerðin gerir hér með verðkönnun fyrir verkið:

Vetrarþjónusta 2023-2025, færðargreining Barðastrandarvegur – Bíldudalsvegur

Tilboði skal skila á útfylltu og undirrituðu tilboðsformi, meðfylgjandi verðkönnun þessari, merktu heiti verðkönnunarinnar með tölvupósti til Kristins Lyngmo kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is og Bríetar Arnarsdóttur briet.arnardottir@vegagerdin.is fyrir kl. 14:00 föstudaginn 8. desember 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Fyrirspurnum ásamt óskum um upplýsingar og breytingar skulu berast til umsjónaraðila, Bríetar Arnarsdóttur skriflega eigi síðar en 6. desember 2023. Svör við fyrirspurnum verða sendar á alla bjóðendur verðkannanirnar.

Verðkönnunargögn:
  
Verðkönnunar- og verklýsing (.pdf)
   Tilboðsform (.xlsx)

Íbúafundur

Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunar Tálknafjarðarhrepps 2024

i Tálknafjarðarskóla fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 20:00.


Tálknafjarðarhreppur boðar til íbúafundar vegna fjárhagsáætlunar 2024. Fundurinn fer fram í Tálknafjarðarskóla fimmtudaginn 30. nóvember 2024 og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður framlög fjárhagsáætlun ásamt tillögum að gjaldskrám kynnt og fólki gefst tækifæri til að koma ábendingum á framfæri. Fjárhagsáætlunin verður svo afgreidd við síðari umræðu í sveitarstjórn á fundi sem fer fram þriðjudaginn 12. desember 2023.

 

Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Boðskort á útskrift FSN 20. desember

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

 

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón