A A A

Spjallfundur í kvöld 7. júní fyrir ungmenni og fullorðna

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund fyrir ungmenni og fullorðna í kvöld fimmtudaginn 7. júní kl. 20 á Háaleitisbraut 13 á 4. hæð.

Allir velkomnir í kaffi og kósý.
Það kostar ekkert að líta við, láttu sjá þig Smile

Aðalfundur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir starfsárið 2011

1 af 2

Aðalfundur fulltrúaráðs Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða var haldinn fimmtudaginn 31. maí s.l.

Veruleg aukning var á starfsemi miðstöðvarinnar á milli áranna 2010 og 2011. Árið 2011 voru kenndar 4.739 stundir en 3.516 á árinu 2010. Nemendastundir (fjöldi þátttakenda margfaldaður með lengd námskeiðs í kennslustundum) voru um 50.000 en um 41.000 árið áður. Samanlagður fjöldi nemenda (þátttakenda) var 1.128 og alls komu 736 einstaklingar við sögu á námskeiðum. Eru það um 15% af íbúum Vestfjarða 21 árs og eldri. Konur voru 68% og karlar 32%. Algengasti aldurshópurinn var 45 – 54 ára.

...
Meira

Andreuhús til sölu

Andreuhús, Aðalstræti 71a, Patreksfirði
Andreuhús, Aðalstræti 71a, Patreksfirði

Húseignin við Aðalstræti 71a „Andreuhús“ á Patreksfirði er til sölu. Um er að ræða forskalað 116,4 m2 timburhús sem byggt var árið 1927 á einni hæð með risi og kjallara ásamt bílskúr.
Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði fyrir 22. júní nk. merkt : Aðalstræti 71a.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.

...
Meira

Sumardvöl fyrir 16-20 ára

Í júní er boðið upp á sumardvöl fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára þar sem unnið er með þemað lýðræði á margvíslegan hátt. Þátttakendur koma frá 3 öðrum Evrópuríkjum og hefur verkefni hlotið styrk frá Evrópu unga fólksins. Við auglýsum eftir þátttakendum á námskeiðið, staðfestingar-og þátttökugjald er aðeins 15.000 krónur og eru gisting og fæði innifalin í því.
 

Vinsamlegast komið námskeiðinu á framfæri við ungt fólk í ykkar heimabyggð.

Nánari upplýsingar og/eða skráning : gagn.gaman@gmail.com

Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 5. júní

Þriðjudaginn 5. júní kl. 08:00  hefst vinna í vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps.  Allir sem sótt hafa um vinnu og eru með lögheimili eða foreldrar/foreldri í Tálknafjarðarhreppi,  fá vinnu. 
 

MÆTING ÞRIÐJUDAG 5.JÚNÍ KL. 08:00   VIÐ NÝJABÆ (ÁHALDAHÚS VIÐ HÓLSÁ).
 
Meðfylgjandi bréf var sent foreldrum/forráðamönnum þeirra barna sem sótt hafa um.
 Vinnuskóli Tálknafjarðarhrepps 2012 (.pdf) 

 Oddviti.

Nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

 • Nám til stúdentsprófs

 • Almenn braut

 • Nám á starfsbraut


 • Hægt er að stunda nám við skólann hvort sem er í dagskóla eða dreifnámi. Flest allir áfangar sem eru kenndir við skólann henta til dreifnáms. Með dreifnámi er átt við að nemandinn getur verið í hreinu fjarnámi eða mætt í kennslustundir þegar honum hentar samkvæmt stundaskrá viðkomandi áfanga. Nemendur geta mætt í tíma hvort sem er á Patreksfirði eða í Grundarfirði. Dreifnemendur fylgja því námsmati sem er í áfanganum nema um annað sé samið við kennara.

  ...
  Meira
  Eldri færslur
  « Apríl »
  S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6
  7 8 9 10 11 12 13
  14 15 16 17 18 19 20
  21 22 23 24 25 26 27
  28 29 30        
  Næstu atburðir
  Vefumsjón