A A A

Sveitarstjórnarkosningar 2022 - laugardaginn 14. maí 2022

Á Tálknafirði fer kjörfundur fram laugardaginn 14. maí 2022 í Tálknafjarðarskóla. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 18:00. Að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í Íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði. Stefnt er að því að talning hefjist kl. 20:00. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps að talningu lokinni.

 

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, Tálknafirði fram til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 og föstudaga kl. 10:00-13:30. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps sem fer með umboð sveitarstjórnar.

 

Fram að kjördegi 14. maí 2022 má greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu embættis sýslumannsins á Vestfjörðum á Patreksfirði sem er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9:30-15:00 og föstudaga kl. 9:30-12:00. Föstudaginn 13. maí verður opið til kl. 16:00

 

Á Tálknafirði fara fram óbundnar kosningar (persónukjör) til sveitarstjórnar þar sem engir framboðslistar bárust til kjörstjórnar fyrir tilskilinn frest. Í slíku fyrirkomulagi eru öll heil og hraust og yngri en 65 ára kjörgeng og skylt að taka kjöri í sveitarstjórn. Þetta á þó ekki við um þá einsataklinga sem skorast hafa undan kjöri í sveitarstjórn með lögmætum hætti og skýrt var frá í auglýsingu sem birtist 11. apríl 2022.

 

Upplýsingar um flest sem lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef landskjörstjórnar, www.kosning.is.

 

Information about the elections in English, Polish and 28 other different languages can be found on the website of Multicultural Information Centre, www.mcc.is.

 

Fyrir hönd kjörstjórnar Tálknafjarðarhepps,

Pálína Kristín Hermannsdóttir, formaður.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón