A A A

Skipulagsauglýsing

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018, iðnaðarsvæði I2-Gileyri, breyting á skilmálum.

  SA26I_grg-Br_ASK_april2023 (.pdf)

Breytingin varðar textabreytingu fyrir iðnaðarsvæði I2 við Gileyri í Tálknafirði. Um er að ræða textabreytingu á aðalskipulaginu en engar breytingar verða gerðar á uppdrætti. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður unnin breyting á deiliskipulagi seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar.
 

Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar Tálknafirði.
  2023.06.02 Breytt delisk. Gileyrar og Eysteinseyrar (.pdf)
Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar Tálknafirði. Breyting deiliskipulagsins á sér fyrst og fremst stað í aukningu á framleiðslumagni stöðvarinnar. Í dag er leyfi fyrir 200 tonna hámarkslífmassa en til stendur að auka framleiðslu stöðvarinnar í 1000 tonna hámarkslífmassa á ári. Breytingin er framsett í texta bæði í deiliskipulaginu og aðalskipulaginu og uppdráttur því óbreyttur.

 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 14. ágúst til 26. september 2023. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 26. september 2023.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
 

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón