A A A

Gengu af fundi ráðherra

Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.
Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.

Nokkur hundruð manns gengu í hádeginu af fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra til að láta í ljós óánægju með vegabætur á Vestfjarðarvegi. Á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu á Patreksfirði, var lesin upp yfirlýsing frá íbúum þar sem þeir höfnuðu nýrri fjallvegaleið. Talið er að um 500 manns hafi sótt fundinn og að flestir hafi gengið út.

Innanríkisráðherra kom til fundarins til að ræða við íbúa á svæðinu um vegabætur. Gísli Einarsson, fréttamaður RÚV, var á fundinum. Hann segir að mikill hiti hafi verið í fundarmönnum. Innanríkisráðherra hafi sagt í upphafi fundar að hann veigraði sér við að ávarpa samkomuna með orðunum „Góðir hálsar“. Það hafi ekki fallið í frjóan jarðveg. Þeir fundarmenn sem hafi tekið hvað sterkast til orða hafi sagt að Ögmundur væri kominn til Patreksfjarðar til að leggja niður byggð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Eftir að sveitarstjórar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar hafi lokið máli sínu hafi Haukur Már Sigurðsson, kaupmaður á Paterksfirði, legið upp yfirlýsingu frá íbúum þar sem sagði að þeir myndu halda áfram að berjast fyrir láglendisleið á svæðinu. Haukur Már hvatti síðan íbúa til að sýna hug sinn í verki og ganga út úr salnum. Það hafi þrír fjórðu fundarmanna gert. Þá hafi um hundrað manns verið eftir og fundurinn haldið áfram.

 

frettir@ruv.is   frétt tekin af: ruv.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón