A A A

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.

 

Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:

 

Tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

 • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

 • Reglusemi og samviskusemi

 • Hefur hreint sakarvottorð

Starf stuðningsfulltrúa/starfsmanns í skóla með stuðning (100% starf) í fjölbreytt starf með öllum nemendum skólans auk þess að hafa umsjón með lengdri viðveru (frístund) 1.-4. bekkjar 5 daga vikunnar eftir að kennslu lýkur í skólanum.

 

Leitað er að einstaklingi sem:

 • Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn

 • Hefur til að bera góða samskiptahæfni

 • Hefur virðingu, jákvæðni, metnað, gleði og umhyggju að leiðarljósi

 • Er reglusamur og samviskusamur

 • Hefur hreint sakarvottorð

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.

 

Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537, 868-3915.

 

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2019
 

Sumarstarf - stuðningsaðili

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu auglýsir starf stuðningsaðila laust til umsóknar.

Starfssvið:
Stuðningsaðili fyrir fatlaðan einstakling

Starfstími:
17. júlí- 21. ágúst
8-16 virka daga
 
Svæði: Patreksfjörður
 

Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Metnaður, hugmyndaauðgi, þolinmæði
Viðkomandi verður að hafa náð 18 ára aldri

Nánari upplýsingar gefa starfsmenn félagsþjónustunnar í síma 450-2300
 

Umsóknir sendist á:
Svanhvíti Sjöfn, ráðgjafa hjá Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu
svanhvit@vesturbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl

Laus til umsóknar staða skólastjóra Tálknafjarðarskóla

Tálknafjarðarhreppur auglýsir stöðu skólastjóra Tálknafjarðarskóla lausa til umsóknar. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur.

 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.

 

Starfssvið:

 • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi

 • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild

 • Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara

 • Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði

 •  Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða eða umtalsverðLau og farsæl reynsla á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunarstarfi er skilyrði.

 • Hæfni í mannlegum samskiptum

 • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

 

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. maí 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

 

Upplýsingar um starfið veitir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2019.

 

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps á netfangið  sveitarstjori@talknafjordur.is

Sumarstörf við sundlaug og tjaldsvæði

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum.
 

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 100% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí. og unnið til 20. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 22. mars 2019.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón