A A A

Starf hafnarvarðar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar starf hafnarvarðar við Tálknafjarðarhöfn. Um er ræða hlutastarf sem felur í sér bakvaktir að jafnaði aðra hverja helgi.

 

Starfið felur í sér hafnarvörslu, vigtun og þjónustu við viðskipavini hafnarinnar ásamt ýmsum öðrum verkum sem til falla á höfninni. Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.

  • Hafnargæslumannsréttindi í hafnarvernd kostur.

  • Vigtarréttindi eru æskileg og þarf starfsmaður að vera tilbúinn að sækja námskeið vigtarmanna séu réttindi ekki fyrir hendi.

  • Almenn ökuréttindi.

  • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 17. janúar 2024. Einstaklingar af öllum kynjum er hvattir til þess að sækja um starfið. Skírteini til staðfestingar prófum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón