Umhverfismarkmið GT
- Að nemendur læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfi sitt.
- Að nemendur tileinki sér góða umgengi við náttúruna og umhverfi sitt.
- Að nemendur geri sér grein fyrr gildi umhverfisverndar.
- Að nemendur verði meðvitaðir um það hversu mikið af rusli fellur til daglega.
- Að nemendur séu meðvitaðir um gildi þess að flokka rusl.
- Að nemendur tileinki sér flokkun á rusli og séu meðvitaðir um endurnýtingu og endurvinnslu á ýmsu sem annars færi í ruslið.
- Að nemendur þekki viðurkenndar merkingar fyrir umhverfisvænar vörur.
- Að skólinn í samvinnu við heimilin vinni að því að efla ábyrga umgengni og hegðun við nánasta umhverfi sitt og náttúru landsins.