A A A

Íbúafundur vegna aðalskipulags Tálknafjarðarhrepps 2019-2031

Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 verður haldinn íbúafundur vegna aðalskipulags Tálknafjarðarhrepps 2019-2031 sem nú er í vinnslu. Fundurinn fer fram í Tálknafjarðarskóla miðvikudaginn 15. nóvember 2023 og hefst kl. 18:00 og mun ljúka fyrir kl. 20:00.
 

Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér vinnslutillögur um nýtt aðalskipulag og taka þátt í samtali um þær. Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 622. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 14. nóvember 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. Gileyri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnalax ehf. Gileyri. Breytingin snýr aðallega að auknu umfangi en rekstaraðili hefur verið með heimild til landeldis með allt að 200 tonna ársframleiðslu. Með breytingunni verður rekstaraðila heimilt að vera með allt að 1.000 tonna lífmassa á hverjum tíma.
 

Breytingin fór í matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar sem birti ákvörðun sína þann 11. nóvember 2022 að framkvæmdin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem hún væri ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
 

Að mati Umhverfisstofnunar eru þeir þættir er snúa að starfsleyfinu vegna losunar næringarefna bæði á föstu og uppleystu formi. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó með þeirri hreinsun sem fyrirtækið hyggst notast við. Hægt er að endurskoða fyrirkomulag fráveitu frá eldinu og gera auknar kröfur bendi mælingar til þess að hreinsun sé ábótavant.
 

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202209-273. Umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. desember. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. Gileyri
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Vöktunaráætlun Arnarlax ehf. Gileyri
Mat á áhrifum starfseminnar á vatnshlotið

Vetrarþjónusta 2023-2025, færðargreining Barðastrandarvegur – Bíldudalsvegur

1 af 2

Vegagerðin gerir hér með verðkönnun fyrir verkið:

Vetrarþjónusta 2023-2025, færðargreining Barðastrandarvegur – Bíldudalsvegur

Tilboði skal skila á útfylltu og undirrituðu tilboðsformi, meðfylgjandi verðkönnun þessari, merktu heiti verðkönnunarinnar með tölvupósti til Kristins Lyngmo kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is og Bríetar Arnarsdóttur briet.arnardottir@vegagerdin.is fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. nóvember 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Fyrirspurnum ásamt óskum um upplýsingar og breytingar skulu berast til umsjónaraðila, Bríetar Arnarsdóttur skriflega eigi síðar en 10. nóvember 2023. Svör við fyrirspurnum verða sendar á alla bjóðendur verðkannanirnar.

Verðkönnunargögn:
  
Verðkönnunar- og verklýsing (.pdf)
   Tilboðsform (.xlsx)

Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkt

Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu.

Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu . Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1.

Kjörsókn var 78,1%.
 

Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4.

Kjörsókn var 52,48%.

Í samræmi við sveitarstjórnarlög munu sveitarstjórnirnar tvær nú skipa fulltrúa í sameiginlega sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun hins nýja sveitarfélags.

 vestfirdingar.is

Úrslit sameiningarkosninga kynnt í streymi kl. 22

Kjörstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar munu kynna niðurstöður í streymi kl. 22, laugardaginn 28. október.

Hér má nálgast streymi frá talningu atkvæða í Félagsheimili Patreksfjarðar og Íþróttamiðstöðinni Tálknafirði. Fulltrúi kjörstjórnar mun lesa upp niðurstöður þegar þær liggja fyrir. Streymið er líka aðgengilegt á Facebook síðum sveitarfélaganna. 

Íþróttamiðstöðin Tálknafirði
 

Félagsheimili Patreksfjarðar
 

Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón