A A A

Auglýsing um kjörfund í Tálknafjarđarhreppi

Kjörfundur í Tálknafjarðarhreppi vegna sveitarstjórnakosninga 26.maí 2018, verður haldinn í Tálknafjarðarskóla.
 

Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 18:00.
 

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa þeim sé þess óskað.
 

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Yfirflokkstjóri og flokksstjórar hjá Vinnuskóla Tálknafjarđahrepps

Yfirflokksstjóri

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Flokksstjórar

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri.

 

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, þeim skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Hreyfivika á Tálknafirđi 21.-27.maí 2018

1 af 2

Ágætu bæjarbúar.
 

Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt.
 

Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi.
 

Í boði verður:

  • Mánudagur 21.maí kl: 14. Hjólreiðatúr að Sveinseyri og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

  • Miðvikudaginn 23.maí kl: 17. Opinn zumbatími hjá Mayu.

  • Fimmtudaginn 24.maí kl: 19:30 Útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39.

  • Föstudagur 25.maí kl: 17 Sjósund. Mæting við pollinn. Hver þorir ? Jón Örn verður okkur innan handar.

  • Laugardagur 26.maí kl: 14. Ganga á Tungufell og fara alla leið að Tunguvatni ef veður leyfir og áhugi er fyrir hendi.

  • Sunnudagur 27.maí kl: 16:30. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.

 

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Tálknafjarðarskóli

 

Hitaveita - stutt samantekt

Óskir hafa komið um að geta skoðað kynningu sem Jón Örn Pálsson hélt um hitaveitu á íbúafundi 15. maí 2018. Kynninguna má nálgast hér á heimasíðunni ásamt greinargerð um kosti hitaveituuppbyggingar í Tálknafirði sem var gerð í júní 2016.  http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/flokkur/40/

Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Vefumsjón