Íbúafundur á Tálknafirði í dag, 4. október
Fjórir íbúafundir verða haldnir dagana 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningafyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.
Í dag, 4. október verður fundað í íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði kl. 20:00
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag ásamt því að spyrja spurningar um sameiningartillöguna.
Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu á
Facebook síðu Tálknafjarðarhrepps.
https://www.vestfirdingar.is