A A A

Móttökustöđ fyrir skilagjaldskyldar drykkjarumbúđir

Nemendur 9.-10.bekkjar Tálknafjarðarskóla eru með móttökustöð Endurvinnslunnar á Tálknafirði fyrir skilagjaldskyldar einnota drykkjarumbúðir. Tekið er á móti umbúðum að Strandgötu 36
fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl: 20-21.
Allur ágóði af þessari umsýslu rennur óskiptur í nemendasjóð skólans.
 

Mælst er til þess við íbúa að umbúðum sé skilað flokkuðum í lokuðum plastpokum og að glerflöskum, plastflöskum og áldósum sé haldið aðskildum þar sem kemur fram hve margar umbúðir eru í hverjum poka. Athugað verður reglulega hvort slík talning sé rétt.
 

Að gefnu tilefni biðjum við fólk að vanda flokkun og skoða hvaða umbúðir eru ekki skilagjaldsskildar.
 

Viðskiptavinum er greitt andvirði skilagjaldskyldra umbúða með bankamillifærslu daginn eftir skil nema þeir kjósi að afþakka og leggja andvirði í nemendasjóð skólans. Í vetur munu nemendur bjóða íbúum þá þjónustu að ná í óflokkaðar umbúðir á heimili enda renni andvirði þeirra í nemendasjóð. Ef fólk vill gefa nemendum flöskur eða dósir utan opnunartíma er hægt að hafa samband við Láru í síma 848 6920.
 

Í vetur 2019-2020 verður opið þessa daga:

4.september 2.október 6.nóvember 4.desember 8.janúar 5.febrúar 4.mars 1.april 6.maí 3.júní.
 

Lokað verður í júlí og ágúst.

Íţróttamiđstöđin opnar

Mikið hefur gengið á í hjarta Tálknafjarðar, íþróttamiðstöðinni en nú er loksins komið að því að hægt verður að opna. Á morgun opnum við alla þjónustu nema heitu pottana sem þurfa meira klapp og ný tæki eftir drukknun í byrjun vikunnar. Verið er að strjúka raf- og tölvulögnum svo eftirlitskerfið virki og við höfum tröllatrú á því að það klárist í dag.
 

Kl. 11:00 í fyrramálið opnar Bjarnveig dyrnar með bros á vör og öllum frjálst að sprikla og baða eftir bestu getu til kl. 14:00 því nú er komin vetraropnun.
 

Í ljós hefur komið að lagnir höfðu gefið sig á nokkrum stöðum, stofnæð hitaveitu undir öðrum pottinum lak sem og lagnir í lagnakjallara, bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram en framundan er hönnun og fjárfesting í endurbótum lagna.

Lýđheilsu­göngur Ferđa­fé­lags Íslands í sept­ember

September er lýðheilsugöngumánuður Ferðafélags Íslands líkt og undanfarin ár en gengið verður alla miðvikudaga í september. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur lætur ekki sitt eftir liggja og býður upp á glæsilega dagskrá. Allir eiga að finna göngu við sitt hæfi og eru íbúar einatt hvattir til að tengjast fólki, náttúru og sínu innra sjálfi með þátttöku sinni.
 

Tilgangur lýðheilsuganganna er að hvetja almenning til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði. Ferðafélag Íslands mun halda utan um alla dagskrá um allt land á heimasíðu sinni og inni á Fésbókinni.
 

4. september – Gengið verður að Stöpum í Tálknafirði. Gengið verður í fylgd með UMFT og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá Sellátrum klukkan 18:00.
 

11. september – Gengið verður upp á Brellur í Patreksfirði. Gengið verður í fylgd Margrétar Brynjólfsdóttur og ætti gangan að taka um 120 mínútur. Lagt verður af stað efst úr Sigtúni klukkan 18:00.
 

18. september – Smalaganga með Ásgeiri bónda á Innri-Múla. Fé verður rekið úr Hagafitinni þennan dag og ætti að taka um 120 mínútur. Lagt verður af stað frá Innri-Múla klukkan 17:00.
 

25. september – Gengið verður upp að Hnjúksvatni í Bíldudal. Gengið verður í fylgd Iðu Marsibil Jónsdóttur og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni í botni Bíldudals klukkan 18:00.
 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Páll Vilhjálmsson

Lýðheilsugöngur sunnanverðir vestfirðir (.pdf)

Skólasetning og fyrstu dagar skólaársins

Leikskólastarf Tálknafjarðarskóla hófst mánudaginn 19. ágúst og skólasetning grunnskólahluta fór fram í húsnæði skólans þriðjudaginn 20. ágúst. Vel var mætt af bæði nemendum og foreldrum. Í ár eru 9 nemendur í leikskólanum og 38 nemendur í grunnskólanum eða samtals 47 nemendur. Allir nemendur og starfsfólk skólans fengu vinaarmband að gjöf frá skólastjóra sem tákn um nýja og spennandi tíma framundan sem einkennast af vinsemd og samvinnu.
 

Starfsfólk skólans telur 14 manns og eru eftirfarandi:
Ágústa Ósk Aronsdóttir – umsjónarkennari unglingastigs * nýr leiðbeinandi við skólann
Birgitta Guðmundsdóttir – umsjónarkennari yngsta stigs * nýr leiðbeinandi við skólann
Birna Friðbjört S. Hannesdóttir – skólastjóri og umsjónarkennari unglingastigs
Guðlaug A. Björgvinsdóttir – stuðningsfulltrúi og stundakennari
Jenný Lára Magnadóttir – matráður
Karol Damian Swidzinski – ræstitæknir
Kristín Brynja Gunnarsdóttir – Íþróttakennari
Lára Eyjólfsdóttir – umsjónarmaður sérkennslu, stuðningsfulltrúi og stundakennari
Marion Worthmann – tónlistarkennari
Rúna Sif Rafnsdóttir – umsjónarmaður lengdrar viðveru
Sandra Lind Bjarnadóttir – leiðbeinandi í leikskóla
Solveig Björk Bjarnadóttir – umsjónarkennari miðstigs
Sveinn Jóhann Þórðarson – stundakennari * nýr leiðbeinandi við skólann
Svanhildur Rós Guðmundsdóttir – leikskólakennari og stundakennari
 

Skóladagatal skólans er komið á heimasíðu skólans og má finna hér. Í ár er eitt sameinað skóladagatal fyrir allan skólann og lagt var upp með að það yrði vel upplýsandi.
 

Skólinn mun bjóða upp á lengda viðveru eftir skóla fyrir nemendur í 1. -4. bekk frá því þau ljúka skóladegi til klukkan 16.00. Rúna Sif Rafnsdóttir mun hafa umsjón með lengdri viðveru. Íþróttaskóli hefst síðan 2. september.
 

Nokkrar nýjungar eru í skólanum t.a.m. er boðið uppá jóga með Láru í byrjun skóladags þar sem allir nemendur koma saman og taka stuttar jógaæfingar til að undirbúa sig fyrir skóladaginn. Virkilega skemmtileg og hressandi nýjung. Lögð verður sérstök áhersla á samþættingu námsgreina og unnið með heildstæð verkefni þvert á námsgreinar. Slík áhersla tengist markmiðum aðalnámskrár grunnskóla um “að gera námið merkingarbærara fyrir nemendur, skýra fyrir þeim samhengi fræðigreina og nauðsyn þess að hafa innsýn í heim þeirra”. Einnig hefur verið tekið upp 60 mínútna kennslustundir í stað 40 mínútna.
 

Með bestu kveðjum

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Skólastjóri

 

Skóladagatal: http://talknafjardarskoli.is/?page_id=63

Leikskólareglur: http://talknafjardarskoli.is/?page_id=1576Eldri fćrslur
Fundargerđir
« Október »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Nćstu atburđir
Vefumsjón