A A A

Hlöđuloftiđ á Eysteinseyri

Í sumar verður handverksmarkaður á Hlöðuloftinu á Eysteinseyri í Tálknafirði.
 
Opnunardagur er næsta laugardag 19. júní kl. 14 - 16 og í framhaldinu verður opið á þriðjudögum og laugardögum. Þar eru til sölu vörur af svæðinu ásamt handverki.
 
Handverksfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Freyju í síma 863-0977.


Sundlaugin opnar á miđvikudaginn

Sundlaugin á Tálknafirði opnar miðvikudaginn 16. júní klukkan 09:00 eftir að hafa verið lokuð um nokkuð langt skeið vegna framkvæmda.

Sumarið 2021 er sundlaugin opin sem hér segir:

Kl. 09:00 til 21:00 alla daga (nema stórhátíðardaga)

Hætt er að selja ofan í laugina hálftíma fyrir auglýstan lokunartíma.

Gestum vísað upp úr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.

Stefnt er að því að geta opnað líkamsræktaraðstöðu eftir nokkra daga og stóri íþróttasalurinn verður tilbúinn fyrir skólabyrjun í haust.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar

Sumarhátíđ Leikskólans

Ykkur er öllum boðið á sumarhátíð leikskólans
miðvikudaginn 16. júní kl. 16:00 – 17:00.

Sýning á listaverkum barnanna.
Skoðunarferð um leikskóladeildina.
Hugmyndabox fyrir deildina.
Gróðurhúsið opið.
Tónlist og veitingar.

Vonumst til að sjá sem flesta.


Skýrsla um virkjun Hólsár ađgengileg

Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var lögð fram lokaútgáfa af skýrslu um frumhönnun virkjunar í Hólsá við Tálknafjörð. Skýrslan er unnin af Verkís að beiðni sveitarstjórnar og gerð í framhaldi af rennslismælingum á ánni sem Veðurstofa Íslands framkvæmdi. Skýrslan er nú aðgengilega hér á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps og má sjá hana í tenglinum sem er að finna neðst í þessari frétt.

 

Í framhaldi af þessari skýrslu hefur sveitarstjórn jafnframt ákveðið að fela Verkís að gera forathugun vegna hitaveitu á Tálknafirði sem væri tengd virkjun Hólsár. Gengið er út frá því að hitaveitan muni nýta það heita vatn sem fæst úr borholum í Tálknafirði sem er heldur kalt til húshitunnar. Virkjunin myndi knýja miðlæga varmadælu sem ynni varma úr þessu borholuvatni sem svo yrði dreift með tvöföldu hitaveitukerfi til notenda. Í þessari forathugun verður unnin frumútfærsla á tæknilegum lausnum og kostnaður við framkvæmdina greindur sem og ávinningurinn af því að íbúar þurfi ekki að kaupa raforku til húshitunnar. Þessi forathugun ætti því að leiða í ljós hvort að fýsilegt sé að fara í þetta verkefni.

Forathugun Hólsárvirkjun í Tálknafirði (.pdf)


Stefnt ađ ţví ađ sundlaugin opin í nćstu viku

Eins líklega flestum er kunnugt um hafa framkvæmdir verið í gangi í íþróttamiðstöðinni undarfarna mánuði og hún því verið lokuð. Eins og stundum vill gerast í flóknum verkefnum hefur tímaáætlun verkefnisins ekki alveg staðist og því hefur dregist að hægt sé að opna sundlaugina. Nú sér loks til lands í því og allt bendir til þess að hægt verði að opna laugina í næstu viku þó núna sé ekki hægt segja nákvæmlega á hvaða degi vikunnar. Líkamsræktaraðstaðan opnar svo fljótlega á eftir sundlauginni og stóri íþróttasalurinn verður tilbúinn áður en skólastarf hefst aftur í haust.

ÓÞÓ

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 574. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 10. júní 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Eldri fćrslur
« Október »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir
Vefumsjón