A A A

Auglýsing: Deiliskipulag fyrir athafnasvćđi seiđaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirđi

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði.
 

Skipulagssvæðið er á Breiðaparti í landi Innstu Tungu við norðarnverðan Tálknafjörð u.þ.b 1 km fyrir innan þéttbýlið. Svæðið afmarkast af Tálknafjarðarvegi nr. 617 að vestan, Maggalæk að norðan, fjöru að vestan og landamörkum Gileyrar að sunnan. Núverandi stærð svæðisins með landfyllingu er 3,56 ha. Ætlunin er að fjölga eldiskerjum um eitt og byggja tvær settjarnir til að koma í veg fyrir að fóðurleifar fari út í sjó. Ennfremur er ætlun að flytja seiðaeldi, sem nú er við Tálknafjarðarhöfn, á svæðið og byggja hús, að hluta til á uppfyllingu, yfir þá starfsemi.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með miðvikudeginum 20. febrúar nk. til 4. apríl 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 4. apríl 2019.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson

Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldis í landi Innstu Tungu (.pdf)

Auglýsing Deiliskipulag Innsta Tunga - febrúar 2019 (.pdf)


Óbyggđanefnd skođar Barđastrandasýslur

Óbyggðanefnd hefur upplýst Tálknafjarðarhrepp um fyrirhugaða meðferð nefndarinnar á Barðastrandasýslum og óskað eftir samstarfi um gagnaöflun.
 

Hlutverk Óbyggðanefndar er þríþætt, í fyrsta lagi að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, í öðru lagi að skera út um mörk þess hluta þjóðalendu sem nýttur er sem afréttur og í þriðja lagi að úrskurða um eignaréttindi innan þjóðlendna.
 

Landinu hefur verið skipt upp í sextán svæði og nú er komið að Barðastrandasýslum sem er fjórtánda svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar.
 

Nálgast má yfirlitskort um stöðu þjóðlendumála á vefsíðu óbyggðanefndar.
 

Verklagið er með þeim hætti að nú hefur nefndin óskað eftir að fjármála- og efnahagsráðherra lýsi kröfum ríkisins á þjóðlendur á svæðinu, frestur ráðherrans var til 15. febrúar en hefur nú verið framlengdur til 15. mars. Þegar þær kröfur hafa verið lagðar fram verður skorað á þá sem telja til eignaréttinda eða annar réttinda á því svæði sem ríkið gerir kröfu til að lýsa körfum sínum fyrir óbyggðanefnd innan tiltekins frests.
 

Landeigendur í Tálknafjarðarhreppi eru því hvattir til að fylgjast vel með störfum Óbyggðanefndar næstu mánuði og grípa til varna ef þess gerist þörf.

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Óbyggðanefnd yfirlitskort svæði 10C (.pdf)

Tálknafjarđarhöfn auglýsir eftir hafnarverđi

Starfssvið / hæfniskröfur

Hafnarvörður sér m.a. um vigtun sjávarafla og skráningu hans í aflakerfi fiskistofu.

Hafnarvörður sér um almennt viðhald, umhirðu og eftirlit á hafnarsvæðinu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg.

Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi.

Starfshlutfall er mismunandi eftir árstíma, allt frá 50% yfir háveturinn og upp í 100% yfir sumarið.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2019.
 

Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri í síma 450 2500 / 896 9838,
sveitarstjori@talknafjordur.is

Neyđarfjarskipti

Eins og áður hefur komið fram verður GSM samband niðri vegna viðhaldsframkvæmda í nótt, ekki er reiknað með að fastlínukerfi rofni og því á að vera hægt að ná sambandi við 112.

 

Eftirfarandi aðilar eru með neyðarfjarskipti ef fastlínukerfi virkar ekki. 

 

Bíldudalur

Fannar Freyr Ottósson, Lönguhlíð 4

 

Tálknafjörður

Guðbjartur Ásgeirsson, Móatúni 23

 

Patreksfirði

Davíð Rúnar Gunnarsson, Þórsgötu 1

Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir
Vefumsjón