A A A

Sveitarstjórnarfundur

508. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

Sveitarstjóri

 

Fasteignagjöld 2017

Álagning íbúðarhúsnæðis :                                                                    2017

Fasteignaskattur.                                                                    0,5% af hús- og lóðamati.

Vatnsgjald.                                                                             0,35% af hús- og lóðamati.

Holræsagjald.                                                                         0,4% af hús- og lóðamati.

Lóðarleiga.                                                                             2,5% af lóðarmati.

Sorphreinsunargjald, íbúðir                                                    17.300.- kr. á hvert sorpílát.

Sorpeyðingargjald, íbúðir                                                       24.900.- kr. á hvert sorpílát.

Umhverfisgjald, sumarhús, lögbýli                                        24.900.- kr. á hvert sorpílát

 

Gjalddagar verða 7. Fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.mars. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt. Álagningarseðlar verða sendir út en verða einnig aðgengilegir á ísland.is
 

Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2016. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra. Hægt er að panta og afpanta seðla með því að hringja í síma 456-2539 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.
 

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar og/eða geti á rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68.gr.laga nr. 90/2003 um tekju og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs :

.

a) Ef um er að ræða einstaklinga;

- með brúttótekjur undir 2.847.000 kr. getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 2.847.001 - 3.560.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

b) Ef um er að ræða hjón;

- með brúttótekjur undir 3.928.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur milli 3.928.001 - 4.998.000 kr. getur niðurfelling orðið 70%

 

Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2016 vegna

skatttekna 2015. Vinsamlega athugið að afslátturinn verður endurreiknaður þegar

skattframtal 2017 vegna skatttekna 2016 liggur fyrir.
 

Álagning atvinnuhúsnæðis :

Fasteignaskattur er 1,65% af hús- og lóðarmati, vatnsgjald 0,6% og holræsagjald 0,4% . Lóðarleiga er 2,5% af fasteignamati lóðar. Endurvinnslugjald vegna móttöku og þjónustu á gámavelli við Nýjabæ.

Að öðru leyti vísast til samþykkta Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps frá 15.nóvember 2014 og laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 ásamt síðari breytingum.

 

Allir lesa hefst í dag, föstudaginn 27. janúar!

Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins! Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. Vinningshafar fá gjafakort á bókamarkað félags íslenskra bókaútgefanda og stærstu liðin fá girnilegar kræsingar með lestrinum. Allir lesa auk þess sem landsleikurinn er frábært tækifæri til að minnka skjátíma og lesa eitthvað af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem fylla hillur landsmanna og bókasafna landsins. Hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu 27. janúar til 19. febrúar og hefur fjöldi fólks þegar skráð sig til leiks á allirlesa.is.Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla.

Sérstökum byggđastyrk úthlutađ til lagningar ljósleiđara

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
 

Tilgangur þessa viðbótarstyrks í verkefnið er að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga við umsókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Styrkumsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 verða lesnar upp á opnunarfundi í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar kl. 13.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður fjarskiptasjóðs, kynnti verkefnið ásamt Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ólafi E. Jóhannssyni, aðstoðarmanni ráðherra. 

Í ljósi þess að fjárhagur sveitarfélaga er mismunandi hefur verið ákveðið að styrkja samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Eftirfarandi 19 sveitarfélög eiga kost á þessum fjármunum 2017 og nema styrkupphæðir 1 - 12,1 m.kr.
 

Helstu forsendur við úthlutun styrkjanna voru þéttleiki styrkhæfra svæða, hlutfall staða sem eru ótengdir, þróun íbúafjölda árin 2005 til 2015, ferðatími til þjónustukjarna og samgöngur, fjárhagsstaða sveitarfélags og meðaltekjur þess á íbúa. Gefin voru stig út frá þessum forsendum og sveitarfélög með fæst stig lentu efst í forgangsröðun. Óráðstafaður byggðastyrkur getur flust milli ára.

fjarskiptasjodur.is

Eldri fćrslur
« Apríl »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Nćstu atburđir
Vefumsjón