A A A

Framtíđarsýn í fiskeldi

Fundir um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september. Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettvangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.
 

Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð undirrituðu samfélagssáttmála um fiskeldi 15. júlí 2021 sem unnið var að í samstarfi við Vestfjarðastofu. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að hagsmungæslu í fiskeldi og tengdum atvinnugreinum á Vestfjörðum með að markmiði að efla atvinnu- og mannlíf með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Fundirnir eru öllum opnir en vegna sóttvarnareglna er mikilvægt að skrá sig á fundina á heimasíðu Vestfjarðastofu.

 

20. september kl. 19:30 - Félagheimili Patreksfjarðar
Fundarstjóri – Ólafur Sveinn Jóhannesson
 
21. september kl. 19:30 - Edinborgarhúsinu Ísafirði
Fundarstjóri – Héðinn Unnsteinsson
 

Dagskrá

 • Ávarp

 • Kynning á samfélagssáttmála um fiskeldi

 • Kynning á skýrslu KPMG um greiningu á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum

 • Erindi frá Hafrannsóknarstofnun

 • Erindi frá Matvælastofnun

 • Erindi um stöðu fiskeldis á Vestfjörðum

 • Kynningar frá fyrirtækjum tengdum fiskeldi

 • Pallborðsumræður

Sorphirđa í Tálknafjarđarhreppi

Um mitt sumar bauð Tálknafjarðarhreppur út sorphirðu í sveitarfélaginu, bæði fyrir heimili, stofnanir og móttökusvæði. Unnið var út frá frumgreinavinnu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Tálknafjarðarhrepp og útboðsgögn í framhaldi af þeirri vinnu unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða, vinna þessi var unnin í samstarfi við Vesturbyggð sem stendur að útboði með Tálknafjarðarhreppi.
 

Leitast var eftir því af  fremsta megni að Tálknafjarðarhreppur myndi komast í röð þeirra sveitarfélaga sem hvað best myndu uppfylla megin hugsun, sem býr í nýjum lögum varðandi sorp og nefnt er hringrásarhagkerfi.
 

Terra ehf (áður Gámaþjónustan) hefur um árabil þjónustað sveitarfélagið í þessum málum en nú var Kubbur hlutskarpast og tekur því við. Formleg skipti fara fram núna um mánaðarmótin ágúst – september.
 

Nýr verktaki mun fá tíma til að komast af stað með þjónustu og verkferla og Tálknafjarðarhreppur í samvinnu við nýjan verktaka koma af stað kynningarferli sem miðast að því að upplýsa íbúa um fyrirkomulag og tímasetninga á þeim breytingum sem koma skulu.
 

Stefnt er að því að næsta mánuðinn verði unnið að útfærslu á hirðu og söfnunarsvæðum og að innan þriggja mánaða verði farið af stað skv. nýju kerfi, þar sem endurnýting, endurnotkun og lífrænt efni verður miðdepill þeirrar vinnu í sorphirðu sem fram undan er.  Fyrst um sinn munu íbúar ekki verða varir við neinar breytingar og mun sorpið verða sótt með óbreyttum hætti.

Breytingar á þjónustu og tíðni sorphirðu verða kynntar síðar.
 

Að lokum er Terra ehf. færðar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Kubb er boðið velkomið til starfa og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi með von um gott samstarf í framtíðinni.
 

 

Fjallskila­seđill og réttir 2021

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarða­hreppur hafa nú gefið út fjallskila­seðil fyrir árið 2021 og er hann birtur hér. Seðillinn hefur einnig verið sendur í pósti.

Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskila­sam­þykkt fyrir Barða­strandar- og Ísafjarð­ar­sýslur nr. 716/2012. Lögin og samþykktina má nálgast hér fyrir neðan. Samþykktin er einnig birt í markaskránni (Vestfjarðaskrá)
 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.
 

Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.
  

Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára.

Athugasemdum við fjallskilaseðil skal beina til formanns fjallskilanefndar og skulu þær berast fyrir 6. september 2021.

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 577. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði, fimmtudaginn 2. september og hefst hann kl. 18:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Hreyfivika á Tálknafirđi 30.ágúst – 5.september 2021

Ágætu bæjarbúar.

Nú er hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að njóta útiveru og hreyfa sig. Ýmislegt er í boði, vonandi taka sem flestir þátt og upplagt fyrir foreldra að koma með börnum sínum. Munum fullorðnir eru fyrirmynd og að jákvætt hugarfar er smitandi.

Í boði verður:

 • Mánudagur 30.ágúst kl: 17. Ganga á Tungufell og týna kannski ber á leiðinni niður.

 • Þriðjudaginn 31.ágúst kl: 17. Hjólreiðartúr að Deildárgili sem er aðeins utar en Hraun. Skoðum okkur aðeins um þar.

 • Miðvikudaginn 1.sept.kl: 17. Útizumba og útileikir hjá Mayu. Hittumst hjá skólanum.

 • Fimmtudaginn 2.sept. kl: 17 Gönguferð í skógræktinni, útijóga og Gong slökun ef veður leyfir. Hittumst hjá Túngötu 39.

 • Föstudagur 3.sept. kl: 17 Sjósund. Hittumst hjá pollinum. Það má líka bara vaða…😊

 • Laugardagur 4.sept. kl: 13 Hjólreiðatúr að Hrauni og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

 • Sunnudagur 5.sept. kl:16 Lautarferð. Hittumst hjá Túngötu 39. Göngum saman að rjóðri í skógræktinni, fáum okkur nesti og njótum þess að vera úti í náttúrunni.

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla

Tćkjasalurinn opnar aftur

Tækjasalurinn í Íþróttamiðstöðinni opnar aftur laugardaginn 28. ágúst 2021 kl. 11:00. Salurinn er opinn á opnunartíma hússins sem er frá kl. 11:00 til 14:00 um helgar og kl. 08:00 til 20:00 virka daga.

 

Þann 28. ágúst taka nýjar sóttvarnareglur gildi og þá falla út allar takmarkanir sem hafa verið á starfsemi líkamsrætarstöðva. Gestir Íþróttamiðstöðvarinnar eru samt sem áður beðnir um að gæta vel að hreinlæti og umgengni.

 

Eldri fćrslur
« Desember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Vefumsjón