A A A

Sveitarstjórnarfundur

509. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)
 

Sveitarstjóri

 

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu ađ Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2017.

 

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni.

 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

 

Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.

 

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 1. mars á netfangið museum@hnjotur.is

 

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Tálknafjörđur kemur sterkur inn

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið í samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja bæjarbúa áfram og víða keppa sjálfir bæjarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi!

 

Tálknafjörður stendur sig vel að vanda og vermir nú 7. sætið. Lestrarhestar bæjarins hafa lesið heilmikið, eða 13,8 klukkustundir að meðaltali. Það verður að teljast mjög góður árangur en betur má ef duga skal! Til að lífga upp á lesturinn næstu daga er tilvalið að taka þátt í bókabingói sem aðstaðandendur Allir lesa hafa sett saman.

 

Hægt er að skrá sig til leiks fram á síðasta dag landsleiksins, sem er þann 19. febrúar. Skráning fer fram á allirlesa.is auk þess sem hægt er að fylgjast með fréttum og skemmtilegu efni á facebook-síðu leiksins. Aðstandendur Allir lesa eru Reykjavík, bókmenntaborg Unesco og Miðstöð íslenskra bókmennta með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Heimili og skóla.

 

Tillaga ađ deiliskipulagsbreytingu – leiđrétting

Deiliskipulag fyrir Norður-Botn var samþykkt í september 2014. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu, dags. 13. Júlí 2016, var grenndarkynnt sumarið 2016. Í tillögunni kemur fram að hámarks byggingarmagn innan byggingarreits I aukist úr 8.000 m² í 8.300 m² en um misritun er að ræða. Rétt hámarksstærð er 12.000m², sem er í samræmi við önnur gögn er varða framkvæmdina og kynnt hafa verið fyrir stjórn sveitarfélagsins.


Leiðréttingin hefur verið samþykkt í byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd og staðfest af sveitarstjórn.

Sjá nánar hér: Dskbrt Nordur Botn leidretting (.pdf)

Eldri fćrslur
« Apríl »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Nćstu atburđir
Vefumsjón