A A A

Auglýsing: Deiliskipulag Ţinghóll

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: Deiliskipulag fyrir fyrir frístundabyggð og þjónustulóðar á milli Hólsár og skólasvæðis í Tálknafirði.
 

 Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð og þjónustulóðar á milli Hólsár og skólasvæðis í Tálknafirði.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 9. mars 2005 að auglýsa deiliskipulag á svæði milli Hólsár og skólasvæðis skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 m.s.br. Afmörkun skipulagssvæðisins náði yfir um 7,8 ha og fól í sér 17 lóðir fyrir frístundabyggð, þar af eina með 5 smáhýsum, eina lóð fyrir þjónustu/hótel, leiksvæði, kirkjulóð og kirkjugarð. Ofangreind skipulagstillaga var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og tók því aldrei lögformlega gildi, en tillagan sem hér er lögð fram byggir á henni. Deiliskipulagstillaga þessi nær jafnframt yfir deiliskipulag fyrir hótel og kirkju sem var samþykkt 7.júní 2000 en nú verða þær breytingar að lóð og byggingareitur fyrir hótel stækkar og lóð fyrir smáhýsi er færð á lóð númer 17 við Kirkjuhólsbraut. Deiliskipulag er í samræmi við aðalskipulag Tálknafjarðar 2006-2018.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 17. júlí  nk. til 28. ágúst 2017. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is
 
Þinghóll, skýringaruppdráttur (.pdf)
  

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 28. ágúst 2017.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.

 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
 

Drög ađ tillögu ađ matsáćtlun

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ.
 

Núverandi Vestfjarðavegur er 41,1 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 35,4-39,2 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja veglína, þ.e. A, B og C.  
 

Núverandi Bíldudalsvegur er 29,1 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði aðeins styttri.
 

Markmið framkvæmdarinnar er að opna heilsárshringveg um Vestfirði með því að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg (60) milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða og um Bíldudalsveg (63) milli Bíldudals og Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að samgöngur á svæðinu verði áreiðanlegri og öruggari og að framkvæmdin hafi þar með jákvæð áhrif á samfélagið.
 

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/ samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 31. júlí 2017. Athugasemdir skal  senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.

Fjarđalax ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði. Fjarðalax ehf er með leyfi til eldis á laxi í sjókvíum að 3.000 tonnum á ári í Patreksfirði og Tálknafirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar Vesturbyggðar, Patreksfirði og sveitastjórn Tálknafjarðar, á tímabilinu 5.júlí – 31.ágúst 2017.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillaga Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla. Þá fylgir einnig sérstök greinargerð um málið. Starfsleyfistillagan hefur áður verið auglýst en auglýsingin er endurtekin. Athugasemdir sem bárust á fyrri auglýsingatíma eru hluti af starfsleyfismálinu.
 

Fjarðalax ehf. fór í sama umhverfismat Arctic Sea Farm hf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu 31.ágúst 2017. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. 
 

Tengd skjöl:


Tekið af vef Umhverfisstofnunar.

Arctic Sea Farm hf. - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði og auk þess á skrifstofu Tálknafjarðar, á tímabilinu 29. júní til 25. ágúst 2017.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. ágúst 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillaga Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla. Þá fylgir einnig sérstök greinargerð um málið. Starfsleyfistillagan hefur áður verið auglýst en auglýsingin er endurtekin vegna þess að vafi er á að rétt hafi verið staðið að fyrri auglýsingu.
 

Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað.

Tengd skjöl

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón