A A A

Námskeiđ um ţáttöku í sveitarstjórn

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur standa saman að námskeiði um hvað felst í þátttöku í sveitastjórn. Námskeiðið verður haldið að Félagsheimili Patreksfjarðar, 8.nóvember frá kl. 17:30 til 21:30.
 
Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík segja ykkur frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir kennir ykkur hvernig maður kemur skoðunum sínum á framfæri. Stutt og gagnlegt fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu.

Dagskrá:
Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.
Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 18:00 Sveitarstjórn, mín leið til að hafa áhrif? - Ráðrík ehf.
Kl. 18:30 Léttur kvöldverður á staðnum
Kl. 19:00 ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“ - Kristín Ágústa Ólafsdóttir
Kl. 20:00 Hvernig virkar þetta? - Ráðrík ehf.
Kl. 20:20 Þetta er gefandi og skemmtilegt! - Kristín Ágústa Ólafsdóttir og Ráðrík ehf.
Kl. 21:30 Fundarlok.

FRÍTT ! Athugið námskeiðið og kvöldverður er í boði sveitarfélaganna.
Allir hvattir til að mæta, stutt og mjög gagnlegt námskeið fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga.
Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfagið gerdur@vesturbyggd.is eða hringja í 450-2309.

Opnunartími Vindheima

Mánudagar og fimmtudagar

Opið er fyrir heldri borgara (60+)

kl. 13:00 – 16:00.

Spilað er félagsvist og unnið að ýmiskonar handverki

Stólaleikfimi í hverri viku.

Ýmsir fyrirlestrar og uppákomur eru öðru hvoru

 

Þriðjudagar

Opið hús fyrir alla

kl. 11:00 – 16:30.

Unnið að ýmsu handverki

 

Allir velkomnir, ávallt heitt á könnuni.

Jólahlađborđ Tálknafjarđar

Ákveðið hefur verið að halda jólahlaðborð hér á Tálknafirði þann 2. Desember 2017. Ekki hefur verið ákveðið hvar jólahlaðborðið verður haldið, það fer eftir fjölda gesta. Miðinn mun kosta kr. 7.000.-
 
Skráning fer fram á netfanginu kristrun@thorsberg.is eða í síma 849 0987 (Kristrún).
Einnig mun vera listi í búðinni Hjá Jóhönnu. Skráningar frestur er til 20. Nóvember.
 
Hittumst öll og njótum saman, góður matur og skemmtiatriði.
 
Allir velkomnir.
Nefndin.

Íţróttasalurinn lokađur vegna gólfefnaskipta

Kæru viðskiptavinir! Vegna gólfefna skipta verður íþróttasalurinn lokaður frá og með 30.október til og með 6.nóvember 2017. Opið er í tækjasal og sundlaug.
 
Bestu kveðjur, starfsfólk

Eldri fćrslur
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vefumsjón