A A A

Strandveiðar - reglugerð 2012

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar 2012.  

Nokkrar breytingar eru frá fyrirkomulagi veiðanna í fyrra.  Það helsta er að forsenda þess að viðkomandi bátur fái heimild til strandveiða er að eigandi sé lögskráður á bátinn.  Í reglugerðinni er eftirfarandi útfærsla á eignarhaldsákvæðinu:

 

„Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. 

 

Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er  fullnægjandi ef einn eigenda lögaðilans er lögskráður á skipið. Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum og þann/þá sem koma til með að vera lögskráðir á fiskiskip.“ 

 

 

Reglugerð um strandveiðar.pdf 

 
Tekið af: smabatar.is

Mottumars í Vesturbyggð

Nú í mars fer fram mottukeppni Vesturbyggðar.

Vegleg verðlaun er í boði auk nafnbótarinnar - öflugasta motta Vesturbyggðar - en sigurvegarinn verður krýndur á árshátíð fyrirtækja þann 17. mars.

Hægt er að skrá sig á mottumars.is í liðið Vesturbyggð og styrktu gott málefni.

vesturbyggd.is

Áttu forngrip í fórum þínum?

Margir vilja láta greina gamla gripi.
Margir vilja láta greina gamla gripi.

Sunnudaginn 4. mars n.k. verður almenningi boðið að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Að þessu sinni er fólk sérstaklega beðið að koma með heimasaumuð föt, skartgripi og annað tengt klæðaburði áður fyrr, en sérfræðingar safnsins hafa mikinn áhuga á slíku í tengslum við sýningarnar TÍZKA – kjólar og korselett, þar sem sjá má kjóla frá árunum ca. 1947-1970, og Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur, þar sem er úrval þjóðbúninga úr smiðju Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Að sjálfsögðu er þó einnig velkomið að koma með annars konar gripi af ýmsum toga.

...
Meira

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna með ADHD

Skráning er hafin í námskeið fyrir foreldra unglinga með ADHD, 13-16 ára.
Námskeiðið er alls 10 tímar og því er skipt á tvo laugardaga og verður haldið laugardagana 10. og 24. mars 2012.

ATH: Skráningu lýkur mánudaginn 5. mars.

 

Sjá nánar hér.

Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012

Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein taka við verðlaununum úr hendi Dorritar Moussaieff á Bessastöðum.
Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein taka við verðlaununum úr hendi Dorritar Moussaieff á Bessastöðum.
1 af 4

Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlýtur Safnasafnið á Svalbarðsströnd og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku í dag laugardag við athöfn á Bessastöðum.

...
Meira

Bókasafnið auglýsir breyttan opnunartíma

Frá og með deginum í dag 17.febrúar 2012 verður aðeins opið eitt kvöld í viku, fimmtudagskvöld frá kl. 20:00 – 21:00.

Bent er á að bókasafnið er opið mánudags- þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 8:00 – 10:00.

                                 Allir velkomnir.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón