A A A

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

433. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að  Miðtúni 1, Tálknafirði,fimmtudaginn 20. október 2011 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér.

Skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneyta

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2010 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu missera.

...
Meira

Píanóstillingar í næstu viku

Davíð S. Ólafsson píanóstillingamaður verður á ferðinni á Tálknafirði og í Vesturbyggð fyrri hluta næstu viku, 23.-25. október. Liðin eru tvö ár síðan hann var hér síðast og efalaust veitir mörgum hljóðfærum ekki af stillingu. Trausti Þór Sverrisson (skoli@talknafjordur.is, sími 456 2537) tekur við pöntunum á Tálknafirði og Magnús Ólafs Hansson (magnus@atvest.is, sími 456 7486/868 1934) í Vesturbyggð. Vinsamlega hafið samband sem allra fyrst svo skipuleggja megi heimsókn Davíðs.

Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks  um „Hreindýr á Vestfirði“ . Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin.

...
Meira

Árshátíð fyrirtækja á Tálknafirði

Við bjóðum vetur velkominn með stæl þann 22. október og höldum að því tilefni árshátíð fyrirtækja á Tálknafirði. Að venju verður hátíðin haldin í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl.20:00 og hefst borðhald kl. 20:30.

...
Meira

Treysta á stuðning allra þingmanna

Vestfjarðavegur nr. 60. Verður áfram ekið eftir hlykkjóttum og bröttum fjallvegum?
Vestfjarðavegur nr. 60. Verður áfram ekið eftir hlykkjóttum og bröttum fjallvegum?

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Reykhólahrepps hafa á opinberan hátt ítrekað að finna þurfi nýja láglendisleið sem sátt er um. Í auglýsingu sem birt er í dag í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu segir að treyst sé á stuðning þingmanna úr öllum kjördæmum í þessu mikilvæga byggða- og samfélagsmáli. „Vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum eru í ólestri og hafa verið árum saman. Áralöng bið eftir láglendisvegi um Barðastrandasýslu er í uppnámi. Ef heldur áfram sem horfið blasir við áframhaldandi akstur um erfiða, oft illfæra og hættulega fjallvegi næstu áratugi. Þetta er óásættanlegt,“ segir í auglýsingunni.

...
Meira
Eldri færslur
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Næstu atburðir
Vefumsjón