A A A

Arnarlax kaupir Bæjarvík

Víkingur Gunnarsson frá Arnarlax og Jóhann Geirsson frá Bæjarvík.
Víkingur Gunnarsson frá Arnarlax og Jóhann Geirsson frá Bæjarvík.

Arnarlax ehf. hefur keypt allt hlutafé Bæjarvíkur ehf. sem rekur fiskeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.

 

Arnarlax er að hefja laxeldi í Arnarfirði og hefur nú þegar fengið öll tilskilin leyfi til þess. Kaupin á Bæjarvík er fyrsta skrefið í uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu. Áform Arnarlax er að halda áfram þeirri góðu uppbyggingu sem verið hefur hjá Bæjarvík og jafnframt endurbæta stöðina og auka framleiðslugetu hennar til seiðaeldis. Arnarlax bindur miklar vonir við þá uppbyggingu sem framundan er í Tálknafirði ásamt uppbyggingu sem framundan er á Bíldudal. Gert er ráð fyrir að fyrstu seiði frá Bæjarvík fari í sjó vorið 2014.


Margrét og Guðrún með tónleika á Tálknarfirði

Margrét og Guðrún á æfingu.
Margrét og Guðrún á æfingu.

Laugardaginn 22. september munu þær Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari, halda tónleika í Tálknafjarðarkirkju. Á efnisskránni er íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Skúla Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Sigfús Einarsson, Jórunni Viðar og fleiri.

Tálknafjarðarkirkja var vígð árið 2002, og stendur hún á Þinghól og sést víða að úr bænum og úr nágrenni. Kirkjan þykir nýstárleg, en Elísabet Gunnarsdóttir teiknaði kirkjuna. Þess má til gamans geta að Elísabet er systir Margrétar Gunnarsdóttur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00.

Frétt tekin af bb.is


Bændur að störfum - ljósmyndasamkeppni

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013.

 

Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.


Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins. 

 

Myndirnar skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtaka ungra bænda.

 

Aðalfundur Karlakórsins Vestra

Aðalfundur Karlakórsins Vestra fer fram í kvöld mánudaginn 17. september kl. 20.00 í fundasal  Skorar þekkingarseturs.

Dagskrá
1.    Setning aðalfundar, Jónas Sigurðsson formaður
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Skýrsla stjórnar
4.    Lagður fram ársreikningur kórsins til afgreiðslu
5.    Kosning stjórnar
6.    Kosningar í nefndir
7.    Kosning skoðunarmanna reikninga
8.    Önnur mál

 

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um karlakórastarf. Nýir félagar hvattir til að mæta.

 Stjórnin

Tónleikar í Sjóræningjahúsinu

Dúettinn Heima, sem flestir þekkja frá styrktartónleikum Ófeigs Gústafssonar, heldur tónleika í Sjóræningjahúsinu í kvöld. Dúettinn samanstendur af þeim Rúnari Sigurbjörnssyni og Elínu Jónínu Ólafsdóttur og flytur frumsamda tónlist í þjóðlagastíl.

 

Húsið opnar kl. 20:30, tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðaverð 1.000 kr.

Laust starf

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu. Um 25% starf er að ræða. Vinsamlega hafið samband við Elsu Reimarsdóttur, félagsmálastjóra varðandi nánari upplýsingar um starfið, í síma 450 2300 eða með tölvupósti elsa@vesturbyggd.is.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón