A A A

Laust starf

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu. Um 25% starf er að ræða. Vinsamlega hafið samband við Elsu Reimarsdóttur, félagsmálastjóra varðandi nánari upplýsingar um starfið, í síma 450 2300 eða með tölvupósti elsa@vesturbyggd.is.

...
Meira

Ráðstefna um framtíð sjávarbyggða

Ráðstefna um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 22. september nk. Á ráðstefnunni verða margir af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði og eru bundnar vonir við að ráðstefnan verði fjölsótt og leiði til umræðu um stöðu og framtíð svæðisins.

...
Meira

Fjarðalax fær nýjan þjónustubát til Tálknafjarðar

Eygló BA
Eygló BA

Á laugardag kom til heimahafnar nýsmíðaður þjónustubátur fyrir laxeldisfyrirtækið Fjarðalax ehf. Báturinn ber nafnið Eygló BA og er smíðaður af fyrirtækinu KJ Hydraulik í Færeyjum. Báturinn er 50 tonna tvíbitna, 14m á lengd og 7m á breidd, með 40 tonnmetra krana. Skipstjóri á bátnum er Sigurvin Hreiðarsson og vélstjóri Einir Steinn Björnsson.

„Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins,“ segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði.  

Fjölmenni mætti á bryggjuna að taka á móti bátnum í sól og algerri stillu.  Tálknafjarðarhreppur óskar eigendum og starfsmönnum Fjarðalax innilega til hamingju með hið nýja fley og býður það velkomið til heimahafnar.

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

445. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 12. september 2012 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér.


Tónleikar í Sjóræningjahúsinu

Moses Hightower og Snorri Helgason eru saman á tónleikaferð um landið og verða í Sjóræningjahúsinu laugardaginn 8. september.

...
Meira

Hjallastefnan fer vel af stað

Allir nemendur á efsta- og miðstigi Tálknafjarðarskóla fá iPad til afnota í kennslu.
Allir nemendur á efsta- og miðstigi Tálknafjarðarskóla fá iPad til afnota í kennslu.

„Fyrsta vikan hefur gengið dásamlega, enda er hér gríðarlega samheldinn hópur starfsmanna sem keppist við að gera góðan skóla enn betri,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla. Margrét Pála tók við skólastjórn í skólanum fyrir skólaárið, en hún er upphafsmaður Hjallastefnunnar. Tálknafjarðarskóli er fyrsti skólinn á landinu sem styðst við Hjallastefnuna frá leikskólaaldri og út gagnfræðiskóla. Í skólanum eru 78 börn. „Þau eru öllum aldri, frá sextán mánaða upp í sextán ára,“ segir Margrét Pála.

...
Meira
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón