A A A

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi haldin á Vestfjörðum


Fyrsta Atvinnu- og nýsköpunarhelgi vetrarins verður haldin á Vestfjörðum. Viðburðurinn fer fram á Ísafirði í húsnæði Þróunarsetrisins helgina 12. til 14. október næstkomandi. Að viðburðinum standa Innovit og Landsbankinn í samstarfi við sveitarfélög Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Þá styðja jafnframt fjölmörg fyrirtæki af svæðinu við viðburðinn.


Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að taka þátt.


...
Meira

Tilkynning vegna slipptöku ferjunnar Baldurs

Af ástæðum sem útgerð ferjunnar ræður ekki við mun enn frekari seinnkanir verða á því að föst áætlun ferjunnar Baldurs geti hafist að nýju eins og gert var ráð fyrir þ.e byrja siglingar á miðvikudaginn n.k.

Áætlað er að farið verði í fyrstu ferð mánudaginn 15. Október.

...
Meira

Seinkun verður á heimkomu Ferjunnar Baldurs.

Vegna óviðráðanlegra ástæða verður seinkun á heimkomu Ferjunnar Baldurs. Áætlað er að farið verði í fyrstu ferð miðvikudaginn 10. Október.

...
Meira

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir skólaárið 2012 – 2013 er kominn út, markar hann upphaf að fjórtánda starfsári miðstöðvarinnar.

Í námsvísinum eru tilgreind um 80 námskeið og námsleiðir, sem er nokkru meira en undanfarin ár.

...
Meira

Súpufundir

Fimmtudaginn 11. október hefjast súpufundirnir aftur í Sjóræningjahúsinu. Öllum þeim sem hafa frá einhverju áhugaverðu að segja er velkomið að halda erindi, því fjölbreyttari dagskrá því betra. Markmið fundanna er að segja frá öllu því jákvæða og merkilega sem á sér stað á þessu svæði, við einskorðum okkur samt sem áður ekki við það og grípum oft þá sem eiga ferð um svæðið og við teljum að eigi erindi á súpufund.

Ef þig langar að segja frá nýju fyrirtæki, áhugaverðu verkefni, merkilegri rannsókn, áhugamálinu þínu, uppáhalds bókinni þinni, eða benda okkur á einhvern sem þú veist að er væntanlegur í heimsókn á svæðið og þú telur að væri gaman að fá til að tala á súpufundi, er þér velkomið að hafa samband við Öldu í síma 845-5366, eða senda póst á netfangið alda@sjoraeningjahusid.is

Arnarlax kaupir Bæjarvík

Víkingur Gunnarsson frá Arnarlax og Jóhann Geirsson frá Bæjarvík.
Víkingur Gunnarsson frá Arnarlax og Jóhann Geirsson frá Bæjarvík.

Arnarlax ehf. hefur keypt allt hlutafé Bæjarvíkur ehf. sem rekur fiskeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.

 

Arnarlax er að hefja laxeldi í Arnarfirði og hefur nú þegar fengið öll tilskilin leyfi til þess. Kaupin á Bæjarvík er fyrsta skrefið í uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu. Áform Arnarlax er að halda áfram þeirri góðu uppbyggingu sem verið hefur hjá Bæjarvík og jafnframt endurbæta stöðina og auka framleiðslugetu hennar til seiðaeldis. Arnarlax bindur miklar vonir við þá uppbyggingu sem framundan er í Tálknafirði ásamt uppbyggingu sem framundan er á Bíldudal. Gert er ráð fyrir að fyrstu seiði frá Bæjarvík fari í sjó vorið 2014.


Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón