A A A

Súpufundur í Sjóræningjahúsinu

Sebastían er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er þjálfaður á Íslandi. Mynd: visir.is
Sebastían er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er þjálfaður á Íslandi. Mynd: visir.is

Fimmtudaginn 31. janúar nk. mun Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari halda erindi um þjálfun leiðsöguhunda. Henni til halds og trausts verða Fríða Sæmundsdóttir og leiðsöguhundurinn Sebastian, en Drífa hefur dvalið á Patreksfirði undanfarið við þjálfun Sebastians sem verður leiðsöguhundur Fríðu.

 

Fundurinn hefst kl 12:30.

Sjá frétt á visir.is - Sebastían tekinn til starfa.


Fasteignagjöld 2013

Gjalddagar verða 7. Fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 25.000.- er um einn gjalddaga að ræða og er hann 15.febrúar. Ef álagning er kr. 500.- eða lægri verður krafan ekki innheimt.
 
Vinsamlega athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2012. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra. Hægt er að panta og afpanta seðla með því að hringja í síma 456-2539 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is.

Sjá nánar hér: Álagningarreglur fasteignagjalda árið 2013
 

Brautskráning úr fiskvinnslunámi hjá Odda og Þórsbergi

1 af 3

Í síðustu viku brautskráði Fræðslumiðstöð Vestfjarða um 80 manns úr grunnnámi fiskvinnslu í fyrirtækjunum Odda á Patreksfirði og Þórsbergi á Tálknafirði. Námið var 60 kennslustundir og kennt samkvæmt vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, en vottaðar námsskrár er heimilt að meta til eininga í framhaldsskólum.

...
Meira

Foreldrar ánægðir með Hjallastefnuna

Tálknafjörður
Tálknafjörður

Tálknafjarðarskóli er eini leik- og grunnskóli landsins þar sem Hjallastefnan er við lýði á öllum námsstigum. Samkvæm foreldrakönnun Hjallastefnuskólanna sem gerð var á bilinu 12. desember til 11. janúar síðastliðinn kemur fram að meirihluti foreldra barna í Tálknafjarðarskóla eru ánægðir með starfsemi skólans. Meirihluti þeirra sem svöruðu könnuninni töldu upplýsingastreymi frá skólanum vera nægilegt. 45% aðspurðra telja sitt barn vera „frekar ánægt“ í skólanum, en 43% telja það „mjög ánægt.“

Meirihluti sagði að starfsfólk skólans hefði opið og jákvætt viðmót og auðvelt væri að ná samband við stjórnendur skólans. Mikill meirihluti sagði að viðkomandi myndi mæla með skólanum við aðra.

Frétt tekin af: bb.is

Borun á vinnsluholu í landi Litla - Laugardals

Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is
Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is

Eins og kunnugt er stendur til að bora eftir heitu vatni í landi Litla-Laugardals.  Tálknfirðingar eru orðnir ansi langeygir eftir að borun hefjist, enda gríðarlegur áhugi og spenna fyrir því að hér finnist nægilegt vatn til þess að leggja hitaveitu í þorpið.  Á fundi hreppsnefndar í nóvember kom fram að von væri á bormönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um miðjan desember, það gekk því miður ekki vegna ófyrirsjáanlegra tafa af völdum bilana við vinnslu á núverandi verki sem er að Hoffelli við Höfn í Hornafirði.  Strax að því verki loknu mun borinn koma hingað og hafist verður handa við borun.
 
Meðfylgjandi er linkur inn á frétt RÚV þar sem þessi staða kemur fram. 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18012013/heitt-vatn-fyrir-hofn

Endurbygging stálþils á Tálknafirði

1 af 2

Á Tálknafirði er nú lokið fyrri áfanga endurbyggingar á gömlu bryggjunni. Gamla stálþilið var rekið niður 1960 og er því 53 ára gamalt. Í þessari lotu var var nýtt þil rekið utan um það gamla, alls 151 m með -6 m dýpi. Viðlegan beggja vegna er um 66,0 m og gaflinn um 17 m. Verkið hófst í júní árið 2011 með kaupum á 259 tonnum  af þilefni úr grunni tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík en stög og festingaefni voru innflutt frá Þýskalandi.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón