A A A

Aukaferð ferjunnar Baldurs

Föstudaginn 1. mars 2013 verður aukaferð með ferjunni Baldri auk hefðbundinnar áætlunnarferðar. Sem sagt 2 ferðir þann dag.

 

Frá Stykkishólmi     kl. 09:00 og aftur    kl 15:00.

Frá Brjánslæk          kl. 12:00 og aftur    kl 18:00.

 

Starfsfólk Sæferða ehf.

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum - frestur til 22. febrúar 2013

Menningarráð Vestfjarða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum á grundvelli menningarsamnings ríkisins við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum og eru umsóknir og verkefni hverju sinni borin saman á samkeppnisgrundvelli.

Sjá nánar á vefsíðu Menningarráðs Vestfjarða.
 

Súpufundur í Sjóræningjahúsinu

Súpufundur í  Sjóræningjahúsinu fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 12:30.

 

Fyrirlesari dagsins er Haukur Már Sigurðarson.
 

Haukur Már kynnir verkefnið Staparnir – ljóðlistaverk, og býður um leið til stofnfundar vinnuhóps um verkefnið. Farið verður yfir stöðu verkefnisins í dag, sagt frá því sem búið er að vinna og hvað er framundan.
 

Sýnd verða drög að fyrsta skiltinu og kynnt staðsetning og framsetning annarra skilta.
 

Allir sem hafa áhuga á að koma að verkefninu á einhvern hátt eru hvattir til að mæta. Stjórnir félagasamtaka, forstöðumenn fyrirtækja og stofnana sem og sveitstjórnarfólk eru sérstaklega hvattir til að koma og kynna sér verkefnið.

 

Súpa, brauð og kaffi  1.200 kr.

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

451. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að

Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 19. febrúar 2013 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá auglýsingu hér.

Frestun á fundi hreppsnefndar

451.fundur sem halda átti miðvikudaginn 13.febrúar 2013 er frestað, til þriðjudagsins 19.febrúar 2013. 


Oddviti.

Leiklistardeild Ungmennafélags Tálknafjarðar

Fimmtudaginn 14.febrúar n.k ætlar leiklistardeildin að  halda fund þar sem ÖLLUM áhugasömum um leiklist er boðið að koma til skrafs og ráðagerða. Meiningin er að skoða áhuga fólks á því að endurvekja leiklistina á Tálknafirði.

Loforð er gefið fyrir því að það yrði mjög gaman að deildin færi af stað aftur en til þess þarf fólk og er því ÖLLUM þeim sem á því hafa áhuga boðið að koma til fundar 14.febrúar n.k í Dunhaga kl. 20.30..þar verður staðan vegin og metin með tilliti til þess að vendurvekja deildina.

Koma svo allir.

 

Sem sagt ALLIR leiklistarunnendur, fundur í Dunhaga kl. 20.30 þann 14.febrúar.

 

L U M F T

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón