A A A

Frestun á fundi hreppsnefndar

Fundi sveitarstjórnar, sem vera átti þann 13. mars, hefur verið frestað. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

 

Indriði Indriðason

Sveitarstjóri

Sumarfrí leikskólans

Leikskólinn lokar vegna sumarleyfa mánudaginn 15. júlí og opnar að nýju á mánudagsmorgni þann 19. ágúst.

Sjá nánar á vefsíðu Tálknafjarðarskóla.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013 er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði.  Hægt er að kjósa á skrifstofutíma á milli 8:30 - 12:00 og 13:00 - 15:30 virka daga.
 

Sjá meðfylgjandi tilkynningu frá sýslumanni vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hófst þann 2. mars sl.

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018

Breyting á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna afmörkunar vatnsverndar, jarðborun og reiðleiðir í Tálknafirði
 

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi þann 19. febrúar 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018. Tillagan og meðfylgjandi umhverfisskýrsla var auglýst frá 4. desember 2012 til 16. janúar 2013. Minniháttar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu sem gáfu ekki tilefni til þess að endurauglýsa tillöguna og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér að byggingarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps.
 

Indriði Indriðason
sveitastjóri Tálknafjarðarhrepps.

Súpufundur í Sjóræningjahúsinu

Súpufundur í Sjóræningjahúsinu  fimmtudaginn 7. mars, kl. 12:30.

Hrannar Gestsson kynnir starfsemi og aðstöðu Módelsmiðju Vestfjarða. Félagar Módelsmiðjunnar hittast vikulega í kaffistofu gamla Odda og vinna að módelum af ýmsum stærðum og gerðum, aðallega flugmódelum. Hrannar mun sýna nokkur þeirra á súpufundinum.
 

Súpa, brauð og kaffi  1.200 kr.

Spjaldtölvur hafa gefist vel í Tálknafjarðarskóla

Foreldrar barna í Tálknafjarðarskóla kíktu í heimsókn á dögunum og fengu að kynnast starfseminni.
Foreldrar barna í Tálknafjarðarskóla kíktu í heimsókn á dögunum og fengu að kynnast starfseminni.

„Þetta gengur einfaldlega stórkostlega. Að mínu mati eru þetta stórkostlegustu kennslutæki sem völ er á,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla, en allir nemendur á mið- og efsta stigi í skólanum styðjast við Ipad spjaldtölvurnar frá Apple í námi sínu. Verkefnið var styrkt af þróunarsjóði Hjallastefnunnar. „Þetta nýtist okkur sérstaklega vel í tungumálakennslu og stærðfræði og þróunin í hönnun smáforrita er mjög hröð. Því miður hefur þróun íslenskra kennsluforrita ekki verið eins hröð en vonandi verður bætt úr því,“ segir Margrét.

Á dögunum bauð skólinn foreldrum barnanna í heimsókn í skólann til að sýna þeim hvernig spjaldtölvurnar nýtast í skólastarfinu. „Nú sjá þau hvað námið getur verið skemmtilegt,“ segir Margrét.

Frétt tekin af: bb.is


Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón