A A A

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá Tálknafjarðarhrepps vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Miðtúni 1 frá og með 17. apríl 2013 til kjördags á opnunartíma skrifstofu. Einnig er bent á vefinn kosning.is en þar er hægt að nálgast upplýsingar hvar einstaklingar eru á kjörskrá.


Sveitarstjóri

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

453. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, Miðvikudaginn 10. apríl 2013 og hefst kl. 17.00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Súpufundur

Súpufundur í Sjóræningjahúsinu  Fimmtudaginn 11. apríl klukkan 12:30.

Jimmi Wallster hótelstjóri Fosshótels á Vestfjörðum og Anna Lydia Sigurðardóttir viðburðastjóri Fosshótela kynna hótelið og starfsemi þess.  

Fosshótel á Vestfjörðum

Súpa, brauð og kaffi  1.200 kr.

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka 2013

34. Héraðsþing HHF verður haldið í Skrímslasetrinu á Bíldudal mánudaginn 15.apríl 2013 og hefst kl. 18.  Öllum er frjálst að mæta á þingið og eru allir íbúar í V-Barðastrandarsýslu hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggingu á íþróttamenningu á svæðinu.  
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður meðal annars Íþróttamaður HHF 2012 valinn og mótaskrá sumarsins samþykkt.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Stjórn HHF

SEEDS kynnir spennandi verkefni á Ítalíu!

SEEDS leitar nú að þátttakendum fyrir leiðtoga námskeið á vegum ungmennaskipta Evrópu unga fólksins á Ítalíu 17. – 23. apríl 2013! Námskeiðið mun fara fram í bænum Alcamo á Sikiley og ber það heitið "Lead For A Reason". Námskeiðið mun fara fram á ensku og þar munu hópar frá Íslandi, Króatíu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Lúxemborg koma saman og þróa leiðtogahæfileika sína.

...
Meira

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts

Stofnfundur POWERtalk deildarinnar Kletts á sunnanverðum Vestfjörðum verður haldinn á Stúkuhúsinu á Patreksfirði þriðjudaginn 14. apríl klukkan 11:00

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón