A A A

Barnahelgi í Vatnsfirði

Helgina 5 – 7 júlí verður haldin sannkölluð barnahelgi í Vatnsfirði. Boðið verður upp á sögustundir, náttúruskoðun fyrir börn, ratleik og lautarferð. Þá verður einnig farið í fjölskyldugöngur í Surtarbrandsgil. Landverðir verða með fjölbreytta fræðslu um sögu og náttúru friðlandsins í Vatnsfirði og fara í skemmtilega leiki með krökkunum.

Dagskrá (.pdf)

Bíldudals grænar 2013

Fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar… 2013 verður haldin í sjötta sinn dagana 27. júní til 30. júní nk. Dagskrá verður fjölbreytt að vanda: Leiksýningar, safnasýningar, tónleikar, sjóferðir, íþróttakeppnir, skoðunarferðir, markaðstjald og fleira. Arnfirðingar sjá um flest skemmtiatriða enda er hátíðin liður í því að viðhalda þeirri miklu menningar-, lista- og sagnahefð sem Arnfirðingar hafa löngum verið þekktir fyrir og skila henni til komandi kynslóða.Verkefnið er á forræði Arnfirðingafélagsins í Reykjavík en margir aðilar koma að málum, bæði einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og íbúar Bíldudals. Markmið hátíðarinnar eru að kynna ferðafólki arnfirska menningu, efla tengsl milli Arnfirðinga sem og auka tekjur af ferðafólki í byggðarlaginu.

Dagskrá hátíðarinnar (.pdf)

www.arnfirdingur.is

Fréttatilkynning vegna málþings um samgöngumál á Vestfjörðum

Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum haldið í Íþróttahúsinu Tálknafirði, föstudaginn 21. júní 2013. Þingið var vel sótt, rúmlega 100 manns mættu víðsvegar að frá Vestfjörðum.

 

Til málþingsins var boðað til að upplýsa ný stjórnvöld og þingmenn um áherslur Vestfirðinga í samgöngumálum. Fyrir liggur sú staðreynd að þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum eru einu byggðarlögin á landinu sem ekki eru enn komin í heilsársvegasamband, hvorki á milli helstu þéttbýlisstaða né með öruggum tengingum inn á aðalþjóðvegakerfið.

Framsögu á málþingu fluttu fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum, fulltrúar frá atvinnulífi, (fiskeldi og ferðaþjónustu), innanríkisráðherra og vegamálastjóri. 

 

Fram kom á málþinginu ;

  • að tillaga að matsáætlun um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit hefur verið kynnt og fer í formlegan feril hjá Skipulagsstofnun á næstu vikum.

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar fyrri ályktanir varðandi vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, að umhverfismati verði lokið og fjármögnun tryggð svo uppbyggður heilsársvegur á láglendi verði að veruleika fyrir árslok 2018.

  • vonir standa til að framkvæmdum sem nú standa yfir á Vestfjarðavegi 60, Kjálkafjörður – Eiði, verði lokið haustið 2014 sem er einu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja stjórnvalda að standa við gildandi samgönguáætlun 2011-2022. Það staðfestir framkvæmdir við Dýrafjarðargöng verða á tímabilinu 2015-2018 og samhliða því að hafin verði veggerð um Dynjandisheiði.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja um að stofna til samráðshóps um heilsárssamgöngur í Árneshrepp með aðkomu heimamanna.
  • fundurinn undirstrikaði mikilvægi innanlandsflugs fyrir íbúa, atvinnulíf og þá sem sækja fjórðunginn heim og hvatti innanríkisráðherra til að tryggja framtíð þess.
  • fundurinn gerði kröfu um að uppbygging fjarskipta verði hraðað. Þannig að nettening á Vestfjörðum verði eins og best gerist í landinu.
  • Á fundinum töluðu fulltrúar atvinnulífsins þar sem fram kom mikilvægi samgangna fyrir uppbyggingu nýrra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina eins og fiskeldis og ferðaþjónustu svo ekki sé minnst á viðgang og vöxt hefðbundinna atvinnugreina. 

 

Allir þessir þættir eru mikilvægar grunnstoðir og skipta sköpum hvað varðar atvinnuuppbyggingu, búsetu og lífsgæði. Ekki eingöngu fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum heldur fyrir þjóðina alla.

 

Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum, breytt tímasetning

Fjórðungssamband Vestfirðinga boðar til málþings um samgöngumál á Vestfjörðum, föstudaginn 21. júní kl. 12:30–15:00  í Íþróttahúsinu Tálknafirði.
 
Frummælendur eru Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Albertína Fr. Elíasdóttir formaður FV, Sigurður Pétursson formaður samgöngunefndar FV, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps og Guðbrandur Sverrisson Kaldrananeshreppi.
 
Fundarstjóri er Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á málefninu.

 

Vakin er athylgi á að tímasetningu hefur verið breytt og hefst málþingið kl 12:30 og lýkur kl 15:00.

www.fjordungssamband.is

Dýralæknir á svæðinu

Miðvikudaginn 19.júní n.k.  verður Sigríður Inga dýralæknir stödd hér á svæðinu. Hringja þarf ef fólk vill fá tíma hjá Sigríði, tímapantanir eru í síma 861-4568.

Dagur hinna villtu blóma

Sunnudaginn 16. júní er dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur um allt land. Landverðir við Látrabjarg ætla að bjóða gestum í 2 klst. náttúruskoðunarferð um brúnir Látrabjargs. Lagt verður af stað frá vitanum á Bjargtöngum kl. 14:00. Þetta verður létt ganga og mælst er til að vera vel skóaður og klæða sig eftir veðri. Gott er að hafa meðferðis plöntuhandbók til að greina einstaka plöntur sem verða á vegi okkar og ekki verra að hafa stækkunargler og kíkir.

Nánari upplýsingar í síma 822-4019.

 

Hlökkum til að sjá ykkur: Landverðir

Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón