A A A

Hugræn atferlismeðferð

Námskeiðið verður haldið á Patreksfirði, helgina 5. – 6. október.
kl:15:00-19:00 á laugardeginum í SKOR
kl: 10:00-14:00 á sunnudeginum í SKOR
 
Kennarar eru Auður Ólafsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir hjúkrunarfræðingar við HSÍ.
 

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við að takast á við vandamál daglegs lífs og er því fyrir alla. Þessar aðferðir nýtast líka vel þegar við finnum fyrir vanlíðan eins og til dæmis kvíða eða depurð, göngum í gegnum erfiða lífsreynslu eða samskipti við annað fólk veldur okkur vandræðum.
 

Á námskeiðinu verða skoðuð tengsl hugsunar, hegðunar og líðan. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér út á hvað hugræn atferlismeðferð gengur og læra aðferðir til að öðlast bætta líðan, ná tökum á eigin tilfinningum, hugsunum og hegðun.
 

Sjá nánar á: frmst.is

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð frá og með 4. október til og með mánudagsins 7. október vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Til hunda- og kattaeigenda á Tálknafirði

Þriðjudaginn 8.október n.k.  verður Sigríður Inga dýralæknir stödd hér á Tálknafirði til að framkvæma hunda- og kattahreinsun. Sigríður verður með aðstöðu í áhaldahúsinu að Strandgötu 50, frá kl. 14:00 – 16:00.
 

Innifalið í leyfisgjöldum er hreinsun og ábyrgðartrygging,  óski fólk eftir bólusetningu eða annarri meðferð þarf að panta  fyrirfram í síma 861-4568 .  Eigendur dýra þurfa að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu.
 
Vakin er athygli á því að vanræki eigendur dýra þessa skyldu sína er það skýlaust brot  á samþykktum um hunda og kattahald í Tálknafjarðarhreppi.
 

Eigendum óskráðra dýra er bent á að kynna sérsamþykktir og gjaldskrár um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Dýralæknir

Sigríður dýralæknir frá Ísafirði verður á svæðinu á þriðjudaginn 24.09.2013.

Ef dýrin ykkar þurfa á meðferð að halda þá vinsamlega hringið í Sigríði í síma 861-4568 og mælið ykkur mót við hana.
Auðveldara er fyrir Sigríði að vera með rétt lækningadót með sér ef búið er að hafa sambandi við hana áður en hún mætir á svæðið.

Fiskeldisráðstefna

Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands.
Ákveðið er að boða til ráðstefnu um tækifæri og ógnanir í fiskeldi við strendur Íslands.
Ráðstefnan fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar dagana 3. og 4. október nk.


 Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ákveðið í samvinnu við Fiskeldisklasa Vestfjarða að efna til ráðstefnunnar.

...
Meira

Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara á Tálknafirði

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir  eftir starfsmanni við félagsstarf aldraðra. Starfsemin er í mótun og því verður um tímabundna ráðningu að ræða í 40% starf til áramóta með möguleika á auknu starfshlutfalli.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón