A A A

Kynningarfundur: Sjávartengd nýsköpun

Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir kynningarfundi um námsleiðina Sjávartengd nýsköpun á Fosshótelinu á Patreksfirði fimmtudaginn 3. október milli klukkan 12 og 13.
 
Sjávartengd nýsköpun er ný námsleið hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námsleiðin er einstaklingsmiðuð og er af þeim sökum hentugt fyrir nemendur sem eru búsettir á sunnanverðum Vestfjörðum. Skipulag námsins miðast við lotunámskeið og fjarnámskeið auk þess sem nýsköpunarverkefni, sem nemendur vinna að, vegur 50% af heildar einingafjölda. Umsóknarfrestur, til að hefja nám í janúar, er til 15. október.

 

Allir sem luma á hugmyndum sem gætu fallið að námsleiðinni og/eða hafa einfaldlega áhuga á bæta við sig hagnýtu meistaranámi ættu að láta sjá sig. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs mun kynna námið og svara spurningum um námsleiðina sem og annað háskólanám og Háskólasetrið almennt.

 

Námið í sjávartengdri nýsköpun er nokkuð frábrugðið hefðbundnu námi og verður unnin námsáætlun fyrir hvern og einn nemanda, sem samanstendur af staðbundnum námskeiðum og fjarnámskeiðum, sem og nýsköpunarverkefni. Námið er hagnýtt meistaranám og er atvinnulífstengt, allt eftir verkefni viðkomandi nemanda. Sjávartengd nýsköpun er vítt skilgreind, allt frá sjávarútvegi til í ferðaþjónustu og skapandi greina. Námið er kennt í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Háskólaseturs: http://www.uwestfjords.is/sjavartengd_nyskopun/ 

Hugræn atferlismeðferð

Námskeiðið verður haldið á Patreksfirði, helgina 5. – 6. október.
kl:15:00-19:00 á laugardeginum í SKOR
kl: 10:00-14:00 á sunnudeginum í SKOR
 
Kennarar eru Auður Ólafsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir hjúkrunarfræðingar við HSÍ.
 

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við að takast á við vandamál daglegs lífs og er því fyrir alla. Þessar aðferðir nýtast líka vel þegar við finnum fyrir vanlíðan eins og til dæmis kvíða eða depurð, göngum í gegnum erfiða lífsreynslu eða samskipti við annað fólk veldur okkur vandræðum.
 

Á námskeiðinu verða skoðuð tengsl hugsunar, hegðunar og líðan. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér út á hvað hugræn atferlismeðferð gengur og læra aðferðir til að öðlast bætta líðan, ná tökum á eigin tilfinningum, hugsunum og hegðun.
 

Sjá nánar á: frmst.is

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð frá og með 4. október til og með mánudagsins 7. október vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Til hunda- og kattaeigenda á Tálknafirði

Þriðjudaginn 8.október n.k.  verður Sigríður Inga dýralæknir stödd hér á Tálknafirði til að framkvæma hunda- og kattahreinsun. Sigríður verður með aðstöðu í áhaldahúsinu að Strandgötu 50, frá kl. 14:00 – 16:00.
 

Innifalið í leyfisgjöldum er hreinsun og ábyrgðartrygging,  óski fólk eftir bólusetningu eða annarri meðferð þarf að panta  fyrirfram í síma 861-4568 .  Eigendur dýra þurfa að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu.
 
Vakin er athygli á því að vanræki eigendur dýra þessa skyldu sína er það skýlaust brot  á samþykktum um hunda og kattahald í Tálknafjarðarhreppi.
 

Eigendum óskráðra dýra er bent á að kynna sérsamþykktir og gjaldskrár um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Dýralæknir

Sigríður dýralæknir frá Ísafirði verður á svæðinu á þriðjudaginn 24.09.2013.

Ef dýrin ykkar þurfa á meðferð að halda þá vinsamlega hringið í Sigríði í síma 861-4568 og mælið ykkur mót við hana.
Auðveldara er fyrir Sigríði að vera með rétt lækningadót með sér ef búið er að hafa sambandi við hana áður en hún mætir á svæðið.

Fiskeldisráðstefna

Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands.
Ákveðið er að boða til ráðstefnu um tækifæri og ógnanir í fiskeldi við strendur Íslands.
Ráðstefnan fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar dagana 3. og 4. október nk.


 Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ákveðið í samvinnu við Fiskeldisklasa Vestfjarða að efna til ráðstefnunnar.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón