A A A

Nýr forstöđumađur Tunglsins

Sveinn Jóhann Þórðarson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður Tunglsins. Ungmennastarf í Tunglinu verður í vetur á mánudögum og þriðjudögum á milli 19:30 og 21:30. Fyrsti opnunardagur þennan veturinn verður í kvöld 13. október. Síðustu ár hefur félagsmiðstöðvarlíf á sunnanverðum Vestfjörðum verið samofið að hluta til. Sameiginleg dagskrá hefur hins vegar verið lögð á ís á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Á tímum COVID er æskilegt að ítreka það að finni ungmennin fyrir einhverjum einkennum er best að halda sig heima.

Fjárhagsáćtlun Tálknafjarđarhrepps

Tálknafjarðarhreppur leitar til íbúa í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021. Óskað er eftir hugmyndum varðandi rekstur, hagræðingu, útgjöld, fjárfestingar og viðhald.
 

Hægt er að skila hugmyndum, ábendingum og tillögum með tölvupósti á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða með því að koma með þær skriflegar á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til að koma hugmyndum á framfæri er til mánudagsins 19. október 2020.
 

Vegna Covid-19 verður ekki haldinn íbúafundur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar í þetta skiptið og þessi leið farin þess í stað.

 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 561. fundar sveitarstjórnar Tálknarfjarðarhrepps. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00 fimmtudaginn 8. október 2020.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Breytingar á áćtlun Baldurs í dag 1. október

Í dag, fimmtudaginn 1. október, verður breyting á áætlun ferjunnar Baldurs. Skipið mun fara frá Stykkishólmi kl. 16:00 og frá Brjánslæk kl. 19:00. Ástæðan eru flutningar á lyftara út í Flatey og þarf að sæta sjávarföllum við það verkefni.

 

Hunda- og katthreinsun á Tálknafirđi

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði í áhaldhúsinu þriðjudaginn 13. október frá kl. 18:00 – 19:00. Ef dýraeigendur þurfa á annarri aðstoð dýralæknis að halda þá eru þeir vinsamlega beðnir um að hringja í Sigríði áður en hún kemur á svæðið í síma 861 4568 milli kl. 10 og 12 virka daga.
 

Tálknafjarðarhreppur minnir dýraeigendur á að sækja þarf um leyfi og skráningu á hundum og köttum innan þriggja mánaða. Nálgast má samþykktir og gjaldskrár vegna hunda- og katthalds á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, sem og umsóknareyðublöð um leyfi.

 

Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri

Viđhaldsframkvćmdir í bókasafninu

Viðhaldsframkvæmdir munu hafa áhrif á starfsemi bóksafnsins í október og huganlega eitthvað aðeins lengur. Vegna viðgerða á vatnsskemmdum sem urðu fyrir nokkrum mánuðum þarf að færa bókakost safnsins yfir í annað rými í Tálknafjarðarskóla á meðan framkvæmdum stendur. Stefnt er að því að viðskiptavinir safnsins geti nýtt þjónustu þess áfram á auglýstum opnunartíma þó hún verði eitthvað frábrugðin því sem fólk er vant.
 

Mánudaginn 28. september 2020 verður safnið opið á sínum hefðbundna stað á hefðbundnum tíma í síðasta sinn áður en framkvæmdir hefjast.
 

Eldri fćrslur
« Október »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Vefumsjón