A A A

Fata- og dótaskipti markađur

Fata- og dótaskipti markaður verður haldinn í norðurenda Tálknafjarðarskóla, laugardaginn 11. mars  kl. 15 - 17.

Spjall viđ atvinnuráđgjafa

Atvinnuráðgjafar Vestfjarðastofu verða í Vindheimum þriðjudaginn 14. mars 2023 frá kl 16:00-17:30.
 

Vöfflukaffi og gott spjall um atvinnumál, nýsköpunarstyrki og ný tækifæri.
 

Aukaferđ međ ferjunni Baldri

Sigld verður aukaferð á morgun þriðjudaginn 7. mars

Brottför frá Stykkishólmi kl. 9:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 12:00
 
Seinni ferð dagsins verður samkvæmt áætlun:
Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 18:00

Mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss.
Sæferðir

Sumarstarf í Íţróttamiđstöđinni

Íþróttamiðstöðin á Tálknafirði auglýsir eftir sundlaugarvörðum í sumarsstörf.

Æskilegt er að geta hafið störf 25. maí n.k. og er ráðningartími til 15. ágúst n.k.

 

Leitað er að einstaklingum með góða þjónustulund og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku er kostur.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast hæfnispróf sundstaða.

 

Störf sundlaugavarða felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi.

Unnið er á vöktum: dag, kvöld og helgar.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 áður en fólk er ráðið til starfa í Íþróttamiðstöð.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir forstöðumaður í síma 846-4713 eða sundlaug@talknafjordur.is

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið sundlaug@talknafjordur.is.
 

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 26. mars 2023.
 

Auglýsing um niđurstöđu sveitarstjórnar um skipulagstillögur

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundum sínum 22. nóvember 2022 og 24. janúar 2023 eftirfarandi skipulagstillögur:

 

  1. Breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna iðnaðar- og efnistökusvæða og færslu þjóðvegar í Botnsdal. Í breytingunni felast heimildir fyrir auknu seiðaeldi og byggingarmagni á iðnaðarsvæði I3 þar sem meginuppbygging verður í Norður-Botni, skilgreiningu byggingarmagns á I11 í Botnsdal og umfangi efnistöku á svæðum E2, E3 og E6 í Botnsdal og Norður-Botni. Mörk svæða breytast. Jafnframt er þjóðvegur 63, Bíldudalsvegur, færður á kafla í Botnsdal.

  2. Breyting á deiliskipulagi Norður-Botns sama efnis og aðalskipulagsbreytingin að ofan.

 

Tillögurnar voru auglýstar með athugasemdafresti til 28. október 2022.

 

  1. Breyting á deiliskipulagi Tálknafjarðarhafnar. Breytingin var í nokkrum liðum og fjallaði m.a. um breytta aðkomu að hafnarsvæðinu, skilgreindar voru nýjar lóðir og breytingar á lóðamörkum.

  2. Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldiss í landi Innstu-Tungu. Breytingin fjallaði um breytta aðkomu að athafnasvæði Tungusilungs, breytt skipulagsmörk og skilgreining á nýrri vatnslögn.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarstjóra, Strandgötu 38.
 

Annríki hjá slökkviliđi Tálknafjarđar

Útkall vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirđi
Útkall vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirđi
1 af 3

Slökkvilið Tálknafjarðar hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar og þurft að takast á við þrjú stór verkefni í samstarfi við slökkviliðin á Patreksfirði og Bíldudal.

 

Fyrir tveimur vikum þurfti að bregðast við flóði í Tunguá og mikil vinna var við að dæla vatni af hafnarsvæðinu. Í síðust viku varð stórbruni í nýbyggingu Arctic Smolt í Norður-Botni þar sem viðbragðsaðilar, með slökkviliðin fremst í flokki, unnu stórvirki við að bjarga því sem bjarga fólki og verðmætum eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

 

Nýjasta útkallið var svo vegna elds sem kom upp í heimashúsi á Tálknafirði og þar var slökkviðið komið á vettvang einungis sjö mínútum eftir að það var kallað út. Þetta snögga viðbragð og hárrétt vinnubrögð slökkviliðsfólks á vettvangi varð til þess að hratt og vel tókst að ráða niðurlögum elds sem var búinn að læsa sig í eldhúsinnréttingu.

 

Íbúar og það fólk sem getu átt allt sitt undir faglegum vinnubrögðum viðbragðsaðila er sannarlega þakklátt á svona stundum eins og sjá má á bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps frá fundi hennar sem fór fram 28. febrúar 2023:

  Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps þakkar viðbragðsaðilum góða vinnu vegna brunans hjá Arctic Smolt í Norður-Botni 23. febrúar 2023 og óskar eigendum og starfsfólki góðs gengis við uppbyggingu að nýju.
 

Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Vefumsjón