A A A

Óbyggšanefnd skošar Baršastrandasżslur

Óbyggðanefnd hefur upplýst Tálknafjarðarhrepp um fyrirhugaða meðferð nefndarinnar á Barðastrandasýslum og óskað eftir samstarfi um gagnaöflun.
 

Hlutverk Óbyggðanefndar er þríþætt, í fyrsta lagi að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, í öðru lagi að skera út um mörk þess hluta þjóðalendu sem nýttur er sem afréttur og í þriðja lagi að úrskurða um eignaréttindi innan þjóðlendna.
 

Landinu hefur verið skipt upp í sextán svæði og nú er komið að Barðastrandasýslum sem er fjórtánda svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar.
 

Nálgast má yfirlitskort um stöðu þjóðlendumála á vefsíðu óbyggðanefndar.
 

Verklagið er með þeim hætti að nú hefur nefndin óskað eftir að fjármála- og efnahagsráðherra lýsi kröfum ríkisins á þjóðlendur á svæðinu, frestur ráðherrans var til 15. febrúar en hefur nú verið framlengdur til 15. mars. Þegar þær kröfur hafa verið lagðar fram verður skorað á þá sem telja til eignaréttinda eða annar réttinda á því svæði sem ríkið gerir kröfu til að lýsa körfum sínum fyrir óbyggðanefnd innan tiltekins frests.
 

Landeigendur í Tálknafjarðarhreppi eru því hvattir til að fylgjast vel með störfum Óbyggðanefndar næstu mánuði og grípa til varna ef þess gerist þörf.

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Óbyggðanefnd yfirlitskort svæði 10C (.pdf)

Tįlknafjaršarhöfn auglżsir eftir hafnarverši

Starfssvið / hæfniskröfur

Hafnarvörður sér m.a. um vigtun sjávarafla og skráningu hans í aflakerfi fiskistofu.

Hafnarvörður sér um almennt viðhald, umhirðu og eftirlit á hafnarsvæðinu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg.

Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi.

Starfshlutfall er mismunandi eftir árstíma, allt frá 50% yfir háveturinn og upp í 100% yfir sumarið.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2019.
 

Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri í síma 450 2500 / 896 9838,
sveitarstjori@talknafjordur.is

Neyšarfjarskipti

Eins og áður hefur komið fram verður GSM samband niðri vegna viðhaldsframkvæmda í nótt, ekki er reiknað með að fastlínukerfi rofni og því á að vera hægt að ná sambandi við 112.

 

Eftirfarandi aðilar eru með neyðarfjarskipti ef fastlínukerfi virkar ekki. 

 

Bíldudalur

Fannar Freyr Ottósson, Lönguhlíð 4

 

Tálknafjörður

Guðbjartur Ásgeirsson, Móatúni 23

 

Patreksfirði

Davíð Rúnar Gunnarsson, Þórsgötu 1

Umsóknarfrestur fyrir byggšakvóta

Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta í Tálknafjarðarhreppi og er umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Auglýsinguna má lesa á vef Fiskistofu http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/uthlutun-byggdakvota-2018-2019-iii

Þar er aðgangur að umsóknargátt og eyðublaði fyrir vinnslusamning.

 

Hér má nálgast reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=fff55c1e-3966-41c9-bdbe-5409e1414c7e

 

Hér má nálgast upplýsingar um þær breytingar sem sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps samþykkti að gera á úthlutunarreglum. Eins og áður hefur komið fram var tenging byggðakvóta við innviðauppbyggingu sveitarfélagsins ekki samþykkt og gilda því sömu reglur og á síðasta kvótaári. https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ab599ade-1322-4516-88cb-427d573a50d7

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Eldri fęrslur
Fundargeršir
« Febrśar »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    
Nęstu atburšir
Vefumsjón