A A A

Félagshśsiš Vindheimar opnar

Félagshúsið Vindheimar opnar að nýju mánudaginn 24. ágúst 2020.
Opið er á mánudögum og miðvikudögum fyrir eldri borgara (60+). Frá kl. 13:00 - 16:00.
Á þriðjudögum er opið hús fyrir almenning (18 ára og eldri). Frá kl. 11:00 - 16:00.

Í smitvörnum vegna COVID-19 er farið eftir tilmælum Embættis landlæknis og Almannavarnadeil Ríkislögreglustjóra og munum að öll erum við almannavarnir.

 

Truflanir į umferš viš Tśngötu

Vegna framkvæmda við vatnsveitu verður ytri endi Túngötu, við Hrafnadalsveg lokaður um óakveðin tíma. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Skólasetning Tįlknafjaršarskóla 2020

Skólasetning Tálknafjarðarskóla verður haldin 20. ágúst kl. 10:00 í sal skólans.

Allir foreldrar eru boðnir velkomnir á skólasetningu en eru beðnir að fara eftir gildandi sóttvarnarreglum:
Vera með andlitsgrímu og virða 2 metra regluna í samskiptum við aðra.

Eftir skólasetningu eru nemendum og foreldrum boðið í sína skólastofu þar sem nemendur fá afhenta stundatöflu og skóladagatal ásamt því að eiga samtal við umsjónarkennara sinn.

Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Starfsfólk Tálknafjarðaskóla
 

Truflanir į umferš viš Móatśn

Vegna framkvæmda við vatnsveitu verður ytri endi Móatúns, við Hrafnadalsveg, lokaður um óákveðinn tíma.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Auglżst eftir nżjum forstöšumanni Tunglsins

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir hressum og kátum einstaklingi til starfa með ungmennum í félagsmiðstöðinni Tunglinu starfsárið 2020-2021. Starfið inniheldur skipulag á allri dagskrá Tunglsins, þar með talið skipulag fjáröflunar og farastjórn í menningarferð (SAMFÉS). Félagsmiðstöðvastarf á sunnanverðum Vestfjörðum er samtvinnað að einhverju leyti og er forstöðumaður Tunglsins í nánu samstarfi við aðra forstöðumenn á svæðinu ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa.
 

Tunglið hefur verið opið tvisvar sinnum í viku yfir vetrarmánuði í tvo tíma í senn.
 

Kröfur eru gerðar um að:

  • Viðkomandi hafi náð 20 ára aldri

  • Viðkomandi hafi brennandi áhuga á öflugu félagslífi ungmenna á svæðinu

  • Viðkomandi búi yfir góðri skipulagshæfni og góðri samskiptatækni

  • Viðkomandi sé með hreina sakaskrá

Umsóknir og/eða ósk um mánari upplýsingar má senda á íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu it@vesturbyggd.is.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 559. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram fimmtudaginn 13. ágúst 2020 á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Eldri fęrslur
Fundargeršir
« September »
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Nęstu atburšir
Vefumsjón