A A A

Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða skrifstofustjóra

Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða skrifstofustjóra

Starfssvið: Bókhald, áætlanagerð og umsjón skrifstofu Náttúrustofunnar. Starfshlutfall 50% eða eftir samkomulagi.
Starfsstöðvar Náttúrustofu Vestfjarða eru á Bíldudal, Bolungarvík og á Hólmavík.
 
Frekari upplýsingar hjá Þorleifi Eiríkssyni forstöðumanni í síma 456 7005 eða 892 6005, netfang: the@nave.is.

Umsóknir skulu sendar til Náttúrustofu Vestfjarða, Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík.
Umsóknarfrestur er til 21. maí 2014

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

467. fundur Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1 Tálknafirði, þriðjudaginn 13. maí og hefst kl 17:00.

 
Sjá fundarboð hér (.pdf)

Starfskraftar óskast, sumarstörf

Laus eru störf sundlaugarvarða í Íþróttahúsi Tálknafjarðar, ásamt starfi starfsmanns á tjaldsvæði.

 

Um er að ræða starfshlutföll sem eru 100% og felst það  í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, sundlaug, klefagæslu og þrif annars vegar og hins vegar þrifum og innheimtu á tjaldsvæði.
 

Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þá er skylt að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4.mgr. 10.gr. æskulýðslaga nr.70/2007, benda má á að eyðublöð til útfyllingar þar að lútandi má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðar: talknafjordur.is

Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila, slíkt próf má ekki vera eldra en tveggja ára, einnig er æskilegt að viðkomandi tali auk íslensku amk. eitt  tungumál að auki.

 

Unnið er á dag, kvöld- og helgarvöktum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST  og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.

 

Áhugasamir hafi samband við Pálínu Kristínu í síma 456-2639, netfang sundlaug@talknafjordur.is

eða   Indriða Indriðason í síma 456-2539, netfang sveitastjori@talknafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2014.

 

Pálína Kr. Hermanns.

Umsjónarmaður Íþróttarhúss og tjaldsvæðis.

Auglýsing vegna kosningar til sveitarstjórnar

Framboðsfrestur vegna sveitastjórnakosninga 2014, rennur út kl 12:00 á hádegi  laugardaginn 10. maí n.k. Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps tekur á móti framboðslistum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, að Miðtúni 1, laugardaginn 10. mai kl 11:00  - 12:00. Á sama tíma rennur út frestur þeirra sem löglega geta skorast undan kjöri ef um óhlutbundna kosningu er að ræða.

 

Kjörstjórn Tálknfjarðarhrepps.

Landsþing Powertalk International á Íslandi 2-3 maí s.l.

Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)
Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)

Powertalkdeildin Klettur á sunnanverðum Vestfjörðum var stofnuð í október 2012 og hefur því verið starfandi í 2 vetur. Það eru 12 félagar í deildinni og hefur starfið blómstað í vetur. Þetta er góður félagsskapur sem byggir upp sjálfstraust og sjálfsöryggi til þess að tjá sig og síðast en ekki síst er þetta fróðlegt og skemmtilegt. Uppskeruhátíð samtakanna er Landsþing Powertalk International á Íslandi sem haldið var á hótel Natura í Reykjavík síðustu helgi og mættu 7 Klettskonur á það. Gaman var að sjá hversu deildin var áberandi á þinginu og hafði hún mörg verkefni á því, meðal verkefna okkar voru Menningartengt atferli, Drottningar Norðursins (um býflugnarækt), veislustjórn ásamt því að ein okkar tók þátt í grobbsögukeppni og hreppti hún fyrstu verðlaun. Við snérum heim af landsþingi fullar af eldmóð, fróðleik og betur tilbúnar til þess að takast á við ný verkefni.


Á landinu eru starfandi 7 deildir og samtals eru 97 félagar í samtökunum. Powertalkdeildin Klettur er eina deildin á Vestfjörðum og viljum við hvetja fólk til þess að kynna sér samtök og markmið Powertalk á Íslandi, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.powertalk.is eða hafa samband við undirritaða.
 

Sólrún Ólafsdóttir 1.varaforseti Powertalkdeildarinnar Kletts

email: solrunol@simnet.is

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

466. fundur Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1 Tálknafirði, þriðjudaginn 6. maí og hefst kl 17:00.
 
Sjá fundarboð hér (.pdf)

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón