A A A

Deiliskipulag Norður Botn, bókun og auglýsing á niðurstöðu hreppsnefndar

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 30. september 2014 tillögu að deiliskipulagi fyrir Norður Botn.
 

Deiliskipulagið var auglýst frá 9. desember 2013 til 24. janúar 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
 

Óskað var eftir auka umsögn Fiskistofu eftir auglýsingatíma. Fiskistofa gerði athugasemd við deiliskipulagstillöguna og benti á að umsögn sérfræðings vegna mögulegra áhrifa framkvæmda á lífríkið væri ein af forsendum fyrir leyfisveitingu. Í kjölfarið var leitað til Náttúrustofu Vestfjarða sem gerði athugun á búsvæðum og seiðabúskap í Botnsá, sem birt er í skýrslu dags. ágúst 2014. Eftirfarandi köflum hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við niðurstöður athugunarinnar:

  • Kafli 1.6.5 Náttúrufar
  • Kafli 2.3 Möguleg áhrif mismunandi valkosta
  • Kafli 2.4.1 Náttúra
  • Kafli 3.8 Efnistaka
  • Skipulagstillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar og svaraði stofnunin í bréfi dags. 20. maí 2014. Í kjölfarið var umfjöllun og skilmálar í greinargerð gerðir skýrari. Breytingarnar eru eftirfarandi:
  • Kafla 1.6.3 Núverandi starfsemi er bætt inn.
  • Fjallað er um vöktun í kafla. 2.5. Jafnframt var bætt við kafla um vöktun vegna fiskeldis og efnistöku, þ.e. kafli 3.16 vöktun.
  • Fjallað er skýrar um efnismagn  og frágang náma kafla 3.8.
  • Fjallað er skýrar um frárennsli og fráveitu í kafla 3.9.
  • Fjallað er skýrar um meðhöndlun úrgangs í kafla 3.12

Frekari upplýsingar gefur skipulagsfulltrúi. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
 

Skipulagsfulltrúi  Tálknafjarðarhrepps
 

Skrifstofan lokuð 8. - 10. október

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð dagana 8 – 10 okt.

Ef erindið er aðkallandi er hægt að hafa samband við varaoddvita í síma 690-2632.

Hunda- og kattahreinsun

Sigríður dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á föstudaginn 10. Október,
milli kl. 14:00 og 15:30 í áhaldahúsinu á Tálknafirði.
 

Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.
 

Ef dýr þarf aðra þjónustu en hreinsun frá dýralækninum þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 sem fyrst.

Fundi Stígamóta aflýst vegna veðurs

Áður boðuðum kynningarfundi Stígamóta sem halda átti í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 20:00 hefur verið aflýst vegna veðurs.

Fundurinn verður auglýstur að nýju í nóvember.

10 ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í tilefni af 10 ára afmæli Fjölbrautarskóla Snæfellinga verður opið hús í skólanum þann 30. september og 1. október.

Allir velunnarar FSN eru hvattir til að koma á skólatíma
frá kl. 8:30 – 15:30 og kynna sér starfsemi skólans. 
 
Jón Eggert Bragason, skólameistari

Byggðamálaráðstefna á Patreksfirði 19. og 20. september

Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að Byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði  næstkomandi föstudag og laugardag.

Aðsókn að ráðstefnunni er með ágætum, en um 60 manns hafa nú þegar skráð sig.

Byggðamálaráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni, móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.

 

Ennþá er hægt að skrá sig á ráðstefnuna á info@wa.is eða í síma 456-5006 og er skráningargjaldið 15.000 kr.

 

Í boði er fyrir þá sem það að hlýða aðeins á fyrirlestrana án þess að greiða skráningargjald. Þeir aðilar hafa hins vegar ekki aðgang að öðrum þáttum ráðstefnunar svo sem mat, málstofur og þess háttar.

Inn í skráningargjaldinu er m.a. matur báða dagana, kynnisferð í fyrirtæki á svæðinu ásamt áhugaverðum málstofum og umræðum.

 

Áætlað er að hafa rútuferðir á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við ráðstefnuna.  

  • Fimmtudaginn 18. september fer rútan frá Ísafirði kl. 17:30 og er áætluð koma til Patreksfjarðar kl. 20:30
  • Laugardaginn 20. september fer rútan frá Patreksfirði kl. 13:30 og er áætluð koma til Ísafjarðar kl. 16:30.

 

Rútan mun taka upp farþega í Önundarfirði og Dýrafirði, en mikilvægt er að skráning í rútuna liggi fyrir. 

 

Verð í rútuna fyrir báðar leiðir eru 15.000 kr.

Skráning í rútuna er  í síma 456 5006 eða info@wa.is

 

Upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar og fyrirlestra má finna á vefslóðinni

http://www.uwestfjords.is/skraarsafn/skra/669/


Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón