A A A

Stígamót, þjónusta við íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa byggðarlaganna.  Samkomulagið er gert til reynslu í þrjá mánuði til að kanna hvort þörf er á þessari þjónustu. Ráðgjafinn sem kemur heitir Þórunn Þórarinsdóttir, hún hefur unnið í mörg ár á Stígamótum og bæði sinnt einstaklingsviðtölum og verið með sjálfshjálparhópa.

Þórunn byrjar mánudaginn 26. janúar og verður hálfsmánaðarlega fram til 1. maí en þá verður samningurinn endurskoðaður. Þjónustan er ókeypis og ef þátttaka verður mikil, kemur vel til greina að starfrækja sjálfshjálparhóp líka.
Tímabókanir eru í síma 562-6868 eða á thorunn@stigamot.is   

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

 Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

 

12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði

13. jan (þriðjudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík

14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði

 

Í nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Allir sem áhuga hafa á byggðamálum og framtíð Vestfjarða eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í vinnunni.

 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjórðungssambandsins, www.vestfirdir.is einnig veitir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri .


Íbúð til leigu

Til leigu fjögurra herbergja íbúð að Miðtúni 4, Tálknafirði.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Ólafsson í síma: 869 0918.

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður  lokuð frá og með  31.des. til 2.jan.

Hægt er að ná í sveitarstjóra í síma 456-2531

 

Sveitarstjóri

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur til íbúa Tálknafjarðarhrepps
og landsmönnum öllum.
 

Með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
 

Sveitarstjórn og starfsfólk Tálknafjarðarhrepps

Stuðningsfulltrúi og starfsmaður í lengdri viðveru við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf við framhaldsdeild skólans á Patreksfirði.

Leitað er að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum.

Háskólamenntun er æskileg. Einnig er mikilvægt að umsækjendur séu fljótir að tileinka sér nýjungar og séu vel tölvufærir.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR.

Starfsmaður vinnur undir stjórn deildarstjóra. Starfið felst fyrst og fremst í vinnu með nemanda á starfsbraut FSN.

Ráðið er í starfið frá 15. janúar 2015 til 15. maí 2015.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsækjendur framvísi sakavottorði samkvæmt. 8. gr. reglugerðar nr. 680/2009.

Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2015.

Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma 430 8400/891 7384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann.

 

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu auglýsir eftir starfsmanni í lengdri viðveru við framhaldsskóladeild FSN á Patreksfirði.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi FOSVEST.

Starfsmaður vinnur undir stjórn félagsmálastjóra.

Ráðið er í starfið frá 15. janúar til 15. maí 2015.

Umsóknir berist til Elsu Reimarsdóttur elsa@vesturbyggd.is Í umsókn skal tilgreina fyrri störf og menntun. Skriflegar umsóknir bersti til:Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður. Nánari upplýsingar verða veittar í tölvupósti eða síma 4502300. Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 680/2009.


Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón